Andvari - 01.01.1927, Side 124
122
Þættir úr menningarsögu Vestmannaeyja
Andvari
t. d. Kirkjubæjarleigumálinn, Kirkjubæjarjarðir, átta jarðir,
3 af þeim eru kirkjujarðir, sem höfðu vissar úteyjar og
ítök í sameign.
I/öllur, -ar, eint., tvær jarðir innan sama leigumála,
sem skift er saman fýlunga og súlu, þegar skift er úr
Almenningsskerinu, t. d. fyrsti völlur Þórlaugargerði,
báðar Þórlaugargerðisjarðirnar o. s. frv.
Skerdaguv, dagurinn, sem farið var í Súlnasker eða
' Almenningsskerið. Var það mikill dagur í Eyjum, farið
var á tveim áttæringum og höfð flögg uppi á heim-
ferðinni, þegar vel hafði gengið og það mátti heita, að
aldrei yrði slys við Súlnasker. Ekki fyrir mjög löngu
datt þó maður ofan af Súlnaskeri, Davíð nokkur, niður
í sjó og sakaði ekki. Allt af var það siður að lesa bæn,
þegar komið var af bátunum upp á Steðjann eða Hlein-
ina við eyna, sem kallaður er Bænabringur, áður en
menn leggja af stað upp á Skerið, sem er afar-torvelt
uppgöngu og eigi fært nema góðum fjallamönnum. Ut-
látamenn voru þeir kallaðir, er í fyrsta sinni fóru upp
á Skerið, urðu þeir að gefa fjelögum sínum kaffi og
góðgerðir, þegar heim var komið. Einnig var það siður,
að þeir, er fóru í fyrsta sinni upp á Skerið, skildu þar
eftir peninga sem offur handa skerprestinum, sem trú
var á, að ætti heima í Skerinu, og allt af var talið, að
peningarnir væru horfnir, þegar komið var þangað
næsta ár.
Fýlaspýja, -u, eint., kvk., lýsið og gubban úr fýlnum,
sem hann spýr út úr sjer, er hann þarf að verja sig, og
spýtir hann langar leiðir. Var erfitt að komast hjá spýj-
unni, ef menn höfðu ekki barefli í höndum, en helzt
mátti hún eigi komast í föt, því nær ómögulegt er að
ná henni úr. Ránfuglar sjást sjaldan heimsækja fýla-
byggðina af ótta við fýlaspýjuna, einkum eftir að unginn