Andvari - 01.01.1927, Side 127
.Andvari
Þættir úr menningarsögu Vestmannaeyja
125
úti alllengi til að ná úr því fýlabrýlunni og Iyktinni, er
aldrei tekst til fulls, hvernig sem með það er farið, og
er ætíð auðfundin lyktin af fólki, sem liggur við fýla-
fiðursængur. Á þrifaheimilum var það aldrei notað í
sængurföt. Það gekk í verzlanir, en við miklu minna
verði en lundafiður.
Fýlakríkar, kk., fýlslæri; fýllinn var ekki soðinn heill
í súpu, eins og áður segir, heldur skorinn í sundur,
lærin eða aftari parturinn sjer og bringan sjer.
Fýlalaupar, -s, -ar, kk., kláfur eða laupur, sem fýll
eða súla var reitt í heim á bæina á hestum, þegar
komið var heim af fýlaveiðunum.
Fýlaueður, -s, hvk., gott fýlaveður, þegar þurt var og
hagkvæmt veður um fýlaferðirnar.. Eigi þótti gott að
fara til fýla, þegar stormur var, því að þá flaug meira út
af fýlnum, er hann fekk byr undir vængi og komst
undan veiðimönnunum.
Fýlapláss, eint., hvk., gott fýlapláss, þar sem mikið er
af fýl. Það er mikið fýlapláss í Heimakletti.
Fýladreif, -ar, kvk., dreifin eftir fýlinn, þar sem hon-
um hefir verið fleygt saman í hrúgur, er verið var að
aðsækja. Mátti oft sjá stórar dreifarnar um brekkurnar
eftir fýlinn, þar sem farið var með hann. Á Heimaland-
inu var altaf skift á veiðistaðnum, og flutti svo hver sinn
hlut heim venjulegast á hestum.
Fýlaboð, -s, hvk., ítak eða rjettur til að fá fýl úr
annars leigumála; mun að eins hafa þekkzt, að menn
hefðu fýlaboð í Vztakletti.
Eftirleit, -ar, -ir, kvk. Stundum fengu menn, einkum
tómthúsmenn, leyfi til að leita eftir fýl, þar sem búið
var að aðsækja og var það kallað að fara í eftirleit.
'Voru það oft mestu klungursferðir, því sjaldan var neitt