Andvari - 01.01.1927, Page 129
Andvari
Þættir úr menningarsögu Vestmannaeyja
127
Fýlató, -ar, kvk., grasnef og kekkir utan í björgum,
þar sem fýll verpti.
Fýlahrífa, -u, -ur, kvk., stórar hrífur með járntindum,
er bátslegumennirnir notuðu til að ná saman fýlnum,
þar sem hann flaut dauður á sjónum, eftir að búið var
að fleygja honum niður úr björgunum.
Reizluhnífur, -s, -ar, kk., stuttblaðaðir hnífar, venju-
leqast þverhníptir fyrir oddinn og með járnflögu á end-
anum á skaftinu, er voru notaðir til að reita allan bjarg-
fugl með.
Reizlukona, -u, -ur, kvenmaður, sem reitti fugl. Væri
reizlukonan fengin af bæ, var kaupið venjulega goldið í
fugli (reittum) og allt af miðað við hverja tíu fugla, sem
hún reitti, fengu þær 2 af tíu af fýl og 3 af tíu af
lunda, auk fæðis. Þær duglegustu reittu og krufðu á
dag nokkuð á annað hundrað fugla.
Dýna, -aði, -að, ná dúni af fuglum, einkum lunda.
Var það gert með reizluhníf.
Fara í snatt, fara til fýla þar sem lítið er um fýl,
einkum ef tuðrótt er í berginu og illt að koma við bandi.
Súputækur, svo var fýlungi kallaður, þegar hann var
orðinn vaxinn og mál var að veiða hann.
Goggur, -s, -ar, kk., nefið á fýlnum; var sagt, að fýl-
arnir væru að goggast, þegar þeir ráku saman nefin,
svo sem þegar gamli fýllinn var að spýta fæðunni í
ungann. Gefur unginn frá sjer einkennilegt hljóð, þegar
verið er að mata hann, og mátti oft'heyra sóninn langar
leiðir ofan úr björgunum á góðviðrisdögum.