Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1966, Page 11

Fálkinn - 13.06.1966, Page 11
Eftir að barnið fæddist og upp ^ komst um skyldlcika þeirra, urðu systkinin (foreldrarnir) að hittast á Iaun, þar sem sam- búð þeirra hafði verið bönnuð. Myndirnar sýna einn slíkan leynifund. Á neðri myndinni sést Per Krister drekkja sorg- um sínum í bjór. Mánuði síðar fengu þau bréf frá barna- verndarnefnd, þar sem þeim var til- kynnt, að þau væru systkin. Þau tóku ekkert mark á bréfinu. og enginn skipti sér af neinu, þegar barn þeirra fæddist 11. nóvember 1964. Brátt var bréfið gleymt. Svo rann upp 19. febrúar 1965. Per Krister var við vinnu sína í verksmiðj- unni. Skyndilega lögðu tveir lögreglu- menn hönd á öxl hans og tilkynntu honum, að hann væri tekinn fastur, ákærður um sifjaspell. Per Krister var hnepptur í varðhald. Ulla:Britt sat heima með son sinn á hnjánum og velti því fyrir sér, hvernig þetta hefði getað gerzt. Og smám saman kom sannleikurinn í ljós. Foreldrar þeirra höfðu skilið. Per ólst upp á barnaheimili, Ulla-Britt hjá ömmu sinni. Þriðja barnið, Sonja, ólst upp hjá vandalausu fólki. Sonja uppgötvaði, að hún átti systkin og leitaði Ullu-Britt uppi. Hún fékk að vita, að hún ætti einnig bróður, sem héti Per Krister. En Sonja heimsótti móður sína, er sagði henni. að hún ætti að vísu bróður, en hann héti ekki Per Krister, heldur Ingi- mar. Ingimar Högström kom hins vegar aldrei í leitirnar, og Sonja gafst upp við að leita bróður síns. Henni brá FALKINN 11

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.