Vaka - 01.03.1928, Page 19

Vaka - 01.03.1928, Page 19
[vaka] NÝ ÚTGÁFA ÍSLENZKRA FORNRITA. 13 en þó var útgáfa þessi bæði ódýr og vel tii hennar vandað. Þegar hér var komið, var orðinn svo mikill hörg- ull á flestum fornsögum á íslandi, að þær voru sem forboðin epli í sínu eigin föðurlandi. Það mátti heita einstakt happ, ef námfúsum unglingum tókst að fá t. d. Njálu eða Landnámu að láni. Þá sá Sigurður bók- sali Kristjánsson, að svo búið mátti ekki lengur standa, og hóf sagnaútgáfu sína (1891). Er óhætt að fullyrða, að margar sögurnar komu jíá fyrst almenningi á ís- landi fyrir sjónir. Útgáfur Sigurðar voru mjög ódýr- ar, því að það var mark hans og mið að koma þeim „inn á hvert einasta heimili“, og var því engin furða, þótt þeim væri ábótavant að ýmsu leyti. En þann heiður á Sigurður, að hann bætti úr brýnni þörf, og hefir hann að líkindum unnið meira fyrir íslenzka alþýðumenntun en nokkur samtíðarmanna hans. En nú er í ráði að stofna til nýrrar útgáfu af forn- ritum vorum. Á sú útgáfa að verða miklu fullkomn- ari og umfangsmeiri en útgáfa Sigurðar Ivristjánsson- ar, enda er ráðgert, að hún verði um 30 bindi, en hvert bindi 30 arkir. Verða þar gefnar út íslendinga sögur allar, Eddur, Sturlunga, Biskupasögur, Heims- kringla, Sverris saga, Böglunga sögur, Hákonar saga, Jómsvíkinga saga og Knytlinga, Orkneyinga saga, Færeyinga saga, Fornaldar sögur Norðurlanda og enn fremur eilthvað af riddara sögum, heilagra manna sögum, fornlögum vorum og vísindum ýmsum (mál- fræðisritgerðum og rímfræðum). Sumt þessara rita má heita ókunnugt öllum almenningi hér á landi enn í dag'. Útgáfunni er sett það mið að fullnægja þörfum lærðra og Ieikra, bæði utan lands og innan. í ávarpi því um samskot til útgáfunnar, sem nýlega hefir birzt, er gerð grein fyrir, hvernig henni eigi að haga. Þar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Vaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.