Vaka - 01.03.1928, Qupperneq 19
[vaka]
NÝ ÚTGÁFA ÍSLENZKRA FORNRITA.
13
en þó var útgáfa þessi bæði ódýr og vel tii hennar
vandað.
Þegar hér var komið, var orðinn svo mikill hörg-
ull á flestum fornsögum á íslandi, að þær voru sem
forboðin epli í sínu eigin föðurlandi. Það mátti heita
einstakt happ, ef námfúsum unglingum tókst að fá t.
d. Njálu eða Landnámu að láni. Þá sá Sigurður bók-
sali Kristjánsson, að svo búið mátti ekki lengur standa,
og hóf sagnaútgáfu sína (1891). Er óhætt að fullyrða,
að margar sögurnar komu jíá fyrst almenningi á ís-
landi fyrir sjónir. Útgáfur Sigurðar voru mjög ódýr-
ar, því að það var mark hans og mið að koma þeim
„inn á hvert einasta heimili“, og var því engin furða,
þótt þeim væri ábótavant að ýmsu leyti. En þann
heiður á Sigurður, að hann bætti úr brýnni þörf, og
hefir hann að líkindum unnið meira fyrir íslenzka
alþýðumenntun en nokkur samtíðarmanna hans.
En nú er í ráði að stofna til nýrrar útgáfu af forn-
ritum vorum. Á sú útgáfa að verða miklu fullkomn-
ari og umfangsmeiri en útgáfa Sigurðar Ivristjánsson-
ar, enda er ráðgert, að hún verði um 30 bindi, en
hvert bindi 30 arkir. Verða þar gefnar út íslendinga
sögur allar, Eddur, Sturlunga, Biskupasögur, Heims-
kringla, Sverris saga, Böglunga sögur, Hákonar saga,
Jómsvíkinga saga og Knytlinga, Orkneyinga saga,
Færeyinga saga, Fornaldar sögur Norðurlanda og enn
fremur eilthvað af riddara sögum, heilagra manna
sögum, fornlögum vorum og vísindum ýmsum (mál-
fræðisritgerðum og rímfræðum). Sumt þessara rita
má heita ókunnugt öllum almenningi hér á landi enn
í dag'.
Útgáfunni er sett það mið að fullnægja þörfum
lærðra og Ieikra, bæði utan lands og innan. í ávarpi
því um samskot til útgáfunnar, sem nýlega hefir birzt,
er gerð grein fyrir, hvernig henni eigi að haga. Þar