Vaka - 01.03.1928, Qupperneq 20
14
ÁRNI PÁLSSON:
[vaka}
segir: „Fyrir hverju riti verður saminn inngangur, er
skýri stöðu þess í bókmenntunum, heimildargildi þess
og listargildi og ýmislegt annað, sem lesendum má
verða til leiðbeiningar. Einstök atriði verða jal'nóðum
skýrð neðanmáls: vísur, torskilin orð og orðatiltæki,
fornir siðir og menning; athugasemdir verða gerðar
um söguleg sannindi og tímatal, vísað í aðrar heim-
ildir til samanburðar o. s. frv. Hverri sögu munu fylgja
fleiri eða færri landabréf eftir þörfum, til skýringar
helztu viðburðum, ennfremur ættartölu-töflur og mynd-
ir af sögustöðum, fornum gripum og húsum“.
Útgáfan á að eiga sig sjálf og verður öllum arði af
henni varið til frekari framkvæmda. Er jafnvel ráð-
gert, að síðar verði gefin út með svipuðum hætti ýmis
merkisrit síðari alda, ef byr blæs og vel viðrar. Yæri
það eitt hið inesta þarfaverk, því að flestir göngum
vér þess duldir, hve margt og mikilsvert verðmæti felst
i bókmenntum vorum frá 17. og 18. öld; enda er það
engin furða, þar sem flest rit þeirra tíma eru lokuð
vandlega inni í handritasöfnum og hafa aldrei séð
dagsins ijós. Megum vér aldrei nýtir menn heita, ef
vér veiðum ekki upp úr djúpi liðinna alda hvern þann
bókinenntagimstein, sem þar kann að finnast.
En það er þó fyrsta og nauðsynlegasta verkið, að
Islendingar gefi sjálfir út fornrit sín á þann hátt, að
þeim verði sæmdarauki að. Kemur þar margt til
greina. Þótt undarlegt megi virðast, eru forn-íslenzkar
bókmenntir ekki enn þá óvefengd eign íslendinga.
Allir munu kannast við orðskrípið „oldnordiskÞað
orð kann að vera sprottið af misskilningi í upphafi,
en síðar hefir því verið lieitt til þess að ranghverfa
sögulegum sannindum, og mun vart óvísindalegra orð
hafa i'æðzt af danskri tungu. Svo sem kunnugt er,
hefir þessu orði um langan aldur ve.rið klesst á tungu
vora og liókmenntir í fornöld, — og er enn viðhaft,
til þess að liæta í búi hjá frændþjóðum okkar. Þó er