Vaka - 01.03.1928, Side 28
22
ÞORKELL JÓHANNESSON:
[vaka]
hungri 1314 og 13211 *). Má af því marka, hve
þröngur hagur manna var, er þegar fylgir mannfelíir
á eftir fjárfellinum hæði þessi ár. Eftir þetta kom
sæmilegur kafli til 1341, að undanteknum fellivetrin-
um 1331, er Laurentiussaga segir frá, og annálar kalla
fellivetur hinn mikla-). En 1341 var Heklugos mikið,
hið 6., er annálar telja, og varð af því mikið óáran
og öskufall og síðan fellivetur mikill3). Eigi er þó
manndauða getið sérlega þessi ár. En 1347—1348
gekk hér bólusótt, einkum fyrra árið. Var bólusótl
þessi svo mikil, að enginn var svo gamall, að slika
myndi. Var svo til reiknað, að nær 4 hundruð manna
(480) andaðist í henni milli Hvítskeggshvamms og
Botnsár. Svo og um Flóann og Ölfusið með sama
móti. F'ór sótt þessi um allt landið gersamlega, enda
hafði hér ekki bóla gengið síðan 13104 *). Næstu ár voru
fremur stirð, einkum árið 1355F>). Siðan komu sæmi-
leg ár til 1362. Þá varð fellir mikill á fénaði, enda
er talið, að þá hafi eldur verið uppi í sex stöðum, og
þá ætla menn að eyðst hafi Litlahérað allt í Öræfum,
tvær heilar kirkjusóknir6). Aftur má ætla, að Þjórsár-
dal og byggð á Holtamannaafrétti hafi eytt af Heklu-
gosunum á fyrra hluta 14. aldar, einkum 1341.' Má
nærri geta, að eyðing þessi og umbrot voru hinn mesti
hnekkir þjóðinni og virðist ekki vafi á því, að hagur
hennar stóð mjög höllum fæti um miðja 14. öld og
fram um 1380, enda koma þá ýms hörð ár og bólu-
sótt að auki með manndauða 1379—13807). Er heit-
bréf Norðlendinga frá 1365 ljós vottur þess, hve rnjög
1) Ann. VII. bls. 265, VIII. bls. 343; Bisk. I. bls. 834—835;
Ann. VII. bls. 267, IX. bls. 396. 2) Bisk. I. bls. 873; Ann. V. bls.
206, VIII. bls. 348; Ann. VII. bls. 269—270. 3) VII. bls. 273.
4) Ann. V. bls. 213, VI. bls. 223, VII. bls. 274—275, VIII. bls.
353, IX. bls. 403. 5) Ann. VII. bls. 276, VIII. bls. 356. 6) Ann.
VIII. bls. 359—360, VI. bls. 226. 7) Ann. VII. bls. 281, sbr. VIII.
Hs. 364 og IX. bls. 413.