Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 34
28
ÞORKELL JÓHANN ESSON:
[vaka]
silfurverði. Kemur og undir þá grein rannsókn á upp-
runa og verðgildi hins óviðkennda hundraðs (hundraðs
á landsvísu) fram um 1400. Af þessu hvorutveggja
má fá talsvert ljósa hugmynd um atvinnuhætti og
fjárhagi l'ram til loka 14. aldar.
Það er alkunnugt, að ull og ýmisskonar ullardúkar,
vaðmál, var helzti kaupeyrir íslendinga allt fram á
14. öld. Vaðmálagerð varð snemma mikil hér á landi
og fór vaxandi eftir því sem fólki fjölgaði og sauð-
fjárhöfn varð meiri. Var það og sízt vanþörf, því að
menn urðu að gera sér klæðaefni sjálfir að mestum
hlut. Vaðmálagerð var áð vísu nokkur í Noregi, en alls
ekki meiri en þjóðin þarfnaðist sjálf, heldur nokkru
minni. Leið heldur ekki á löngu, þangað til íslendingar
tóku að flytja vaðmál til Noregs og Englands. Kvað
svo mikið að þessari klæðaverzlun, að vaðmál varð
þegar á 10. öld eigi að eins helzti kaupeyrir lands-
manna^ í viðskiftum við erlenda kaupmenn, heldur
miðíið^ þjóðin beinlínis kauplag sitt við það. Hélzt
‘þessi venja fram um 1300, og í vissum skilningi miklu
lengur, fram á vora daga auk heldur.
Þessi notkun vaðmáls sem verðmælis er liarðla
jnerliileg. Skal hér rakin stuttlega saga vaðmálsins
/*seni verðm'ælis, og um leið gefið yfirlit um verðmæl-
ingu og<yér$lag á ísiandi fram um 1400 í höíuödrátt-
'lini. En tii þess að’ betur skiljist það, sein hér verður
rakið um verðreikning þennan allan og breytingar
þær, sem hann fekur, þá er það nauðsynlegt að minn-
ast stuttlega á silfurgang í fornu verðlagi.
Arnljótur Ólafsson hefir skrifað ágæta ritgerð um
lögaura og silfurgang fyrrum á íslandi, í Tímarit
Bókmenntafélagsins 19041). Hallast hann þar að þeirri
skoðun, að silfur hafi aldrei verið notað sem verð-
inælir hér á landi, heldur verðeyrir eingöngu, eins og
1) Tfmarit hins íslcnzka Bókmenntafélags, XXV. bls. 1—26.