Vaka - 01.03.1928, Síða 45
[vaka]
UM ATVINNU OG FJÁKHAGI Á ÍSLANDI.
39
og þjóðin sjálf mikils við af fiskmeti til neyzlu í land-
inu sjálfu. Sú þörf óx drjúgum við kristnitökuna, er
mönnum var meinað kjötát á ýmsum tímum og bann-
að auk heldur með öllu að eta hrossakjöt, sem fram
til þess tíma virðist hafa verið mjög algeng fæða, alls
þorra landsmanna.
Þess má þó sjá merki, eftir 1000 og upp þaðan, að
skreið var flutt utan af íslandi. En ekki virðist sá
útflutningur hafa numið mjög miklu fyrst í stað. Að
vísu var skreið hin mesta nauðsynjavara öllum kristn-
um þjóðum, en margar orsakir ollu því, að íslenzkir
fiskimenn urðu enn um hríð að láta sér að mestu nægja
að verzla með skreið sína innanlands. Norðmenn, sem
ella skiftu þjóða mest við íslendinga, veiddu nógan
fisk handa sjálfum sér, og auk þess réðu þeir yfir
fiskmarkaðinum i Englandi og nutu þar þess, að þeir
áttu skipakost meira og hægra tilsóknar en íslend-
ingar. En kalla má, að á fyrstu öldum íslandsbyggðar
væri kaupsvið íslendinga helzt Noregur, Hjaltland og
hinar brezku eyjar. Að vísu var verzlunin við Bret-
land löngum rekin með Noreg sem millistöð. En þó
eru næg dæmi þess, að hingað sigldu brezkir kaup-
menn, og íslendingar héldu skipum sínuin beina leið
til Hjaltlands, Skotlands og írlands. Er þess stundum
getið beinlínis, að farmurinn, sem utan var fluttur,
var skreið. Og af líkum iná ráða, að svo hafi jafnan
verið, er skip sigldu héðan vestur uin haf1). En er
stundir liðu, dró úr kaupferðum íslendinga sjálfra, og
urðu Norðmenn þá enn meiru ráðandi en áður um
sölu íslenzkra afurða. Er auðséð, að þeir hafa lítt eða
alls eigi hirt um það að greiða fyrir sölu á islenzkri
skreið á markaði þeim vestan við haf, er þeir áttu þá
tök á. Er auðskilið, hvernig á því stóð: Sá inarkaður
t) Eyrb. c. 50; N.jáls. c. 152; Vatns. c. 40; Lax. c. 11; Band.
c. 1, 9; sbr. Grg. I. bls. 229 og Sturl. II. bls. 28 og 70; I. bls.
187, 280.