Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 48
42
ÞORKELL JÓHANNESSON:
r vaka]
um í fyrstu, en þó var borgiö miklu af, þvi a8 þeir krök-
uðu upp spýtingana og pakkana, og svo lýsisföt, en skreið
var þá engin flutt".1) Þessi frásaga gefur dágóða hug-
niynd um útflutningsvörur landsins um þetta bil. Og
mun svo hafa haldizt fram um 1329—1330, sbr. DI.
II., bls. 645—646. En tíu árum síðar, 1340, gengur
dómur kanoka í Niðarósi um tíundarskyldu af is-
lenzkum vörum, þangað fluttum. Þar segir svo: Fyrir
skömmu fluttist lítil skreið af íslandi, er þá var köll-
uð matskreið, en í vaðmálum hinn mesti varningur.
En nú flyzt^af íslandi hinn mesti og bezti varningur
í skreið og lýsi.-) Hér er breyting á orðin. —
Hér að framan var drepið á ástæðuna til þess, að
skreiðarflutningur vrar lítill héðan af landi fram um
aldamótin 1300. En hver var þá orsök þeirrar miklu
breytingar, sem varð á skreiðarverzluninni hér við
land um 1340 og upp þaðan? Því er auðsvarað. Undir-
rót umskifta þessara er efling Hansaverzlunarinnar í
Björgvin. Fyrir milligöngu hennar opnast skreiðinni
nýr og ágætur markaður. Þær hömlur, sem fyr var
lýst, og gert höfðu skreiðarsölu héðan örðuga og ó-
arðvæna um langan aldur, hverfa nú næsta snögglega.
Svo má kalla, að í lok 13. aldar væri að mestu lokið
óöld þeirri, sem þá hafði lengi legið í löndum við
Eystrasalt. Þjóðir þær, sem þar bjuggu, Vindur,
Prússar, Eistur og Finnar, höi'ðu smátt og smátt
samið sig að háttum kristinna þjóða. Trúarbragða-
og valda-baráttunni var lokið, og í löndum þessum
ríkti sæinileg regla og friður. Þýzkir riddarar og
þýzkir þjóðhöfðingjar höfðu um langan aldur átl mik-
inn þátt i því, að siða þjóðir þessar og friða löndin
fyrir víkingum og ránsmönnum og tryggja friðsam-
leg viðskifti inilli landa og landshluta. Gætti því
snemma þýzkra áhrifa í þessum löndum nær í hví-
1) BisL. I. bls. 842. 2) Dl.^bls. 728—729.