Vaka - 01.03.1928, Page 56
50
ÞORKELL JÓHANNESSON:
[vakaJ-
Engum, sejn kynnir sér rækilega sögu íslands, þarf
að iilandast hugur um, að það, sem fyrst og fremst skifti
auðnu í liíi þjóðarinnar um aldamótin 1400, var fjár-
hagsröskun sú, er leiddi af því, að þungamiðja fjárafl-
ans fluttist ofan úr sveitunum, úr búnaðarhéruðunum
út að sjónuin. Auðsafn það, sem á 15. öld og ofan-
verðri 1(5. öld hrúgaðist á hendur einstökum mönn-
um og ættum, einkum sunnanlands og vestan, jiar sem
útvegurinn var mestur og viðskiftin við útlönd örustr
á þangað að rekja sínar dýpstu og sterkustu rætur.
Menn mega ekki láta það villa sig, þótt auðmenn þess-
ara alda legðu allmikla stund á það að eignast jarð-
ir. Það er engin sönnun þess, að húnaður hafi verið í
hlóma og jarðeignin arðvæn fyrir þær sakir. Það er
vafalaust, að uppgangur úlvegsins átti beinlínis þátt
í því að fella hújarðir í verði. En eins og þá var hög-
um háltað var eðlilegt, að auðsafni útvegshöfðingjanna
yrði varið til kaupa á fasteignum, að því leyti sem þvi
var ekki varið til eflingar sjálfri útgerðinni. Það var
þá, og löngum fyr og síðar, helzta og stundum eina
fangaráð manna hér á landi, er þeir vildu ávaxta fé
sitt, að verja því í jarðeign og leigja síðan. Fór það að
vísu mjög eftir árferði, hversu jarðeignir leigðust, og
sjálfsagt voru tekjurnar oft rýrar af sumum dalajörð-
um og útkjálkakotum. En útvegsjarðirnar voru keppi-
kefli. Þar var fólginn lykill að náttúruauðlegð lands-
ins, og þeim lyklavöldum l'ylgdu hér á landi metorð
og auður. Svo fylgispök sem þau hjú eru enn í dag,.
þá voru þau samt enn tengdari á 15. og 1(1. öld.
Höfuðdrættirnir í þróun sjávarútvegsins hér á landi
sjást einna gleggst, þegar það er athugað, hvernig
skreiðarverðið stígur og breytist. Tilraun var gerð til
þess hér að framan að sýna orsakirnar til jiess, að
jiað h 1 a u t að breytast. Löng og talsvert flókin rann-
sókn fornra heimildarrita leiðir lil sæmilega öruggrar