Vaka - 01.03.1928, Qupperneq 70
ÁRNI PÁLSSON:
[vaka]
64
önnur fyrirbrigði þjóðfélagsins, stór og smá. Stjórnar-
tilhögun, réttarfar, trúarbrögð, hjúskapar-löggjöf, upp-
eldismál, listir, vísindi o. s. frv., allt þetta taldi hann
sprottið af sömu rót og inótað af sama afli, — hin-
um drottnandi framleiðsluháttum. Sú stétt, sem ræð-
ur yfir framleiðslunni, ræður því einnig yfir öllu öðru,
skipár öllu og skapar, lagar allt og aflagar eftir hags-
immum sínum og kreddum. Marx bendir t. d. á, að öll
hamskifti kristindómsins á liðnum öldum hal'i staðið
i nánu sambandi við byltingar í atvinnumálum. Hann
fullyrðir, að læknar og lögfræðingar, prestar, skáld og
vísindamenn séu ek'kert annað en launaðir starfsmenn
auðvaldsins. Hér brýzt fram sá skilningur á sögunni,
sein nefndur hefir verið hinn „materialistiski“ sögu-
skilningur og síðan hefir haft afar-mikil álnif á sagnrit-
un álfunnar. Þó að undarlegt inegi virðast hafði sagna-
ritunin frá upphafi vega fram á 19. öld gengið næstuin
því steinþegjandi fram lijá öllum hagfræðilegmn efn-
um. Sagnaritarar liðinna alda komust í raun og veru
aldrei inn úr yzta borði sögunnar, enda var aðal-við-
fangsefni þeirra að segja frá viðburðum á sviði
stjórnmála og hernaðar. En rætur allra viðburða röktu
þeir til eiiístakra manna, enda hvíldi öll sagnaritun
þeirra á þeim skilningi, — hvort sem þeir gerðu sjálf-
um sér það ljóst eða ekki, — að frjáls og óháður einstak-
Jings vilji væri frumkvöðull („primus motor“) alls,
sem gerzt hefði í inannheimi frá því að Adam og Eva
drýgðu hina fyrstu synd af frjálsum vilja. Að visu lná
fyrir eins og ljósrák af æðra skilningi hjá einstökum
höfuðsnillingum meðal sagnaritaranna bæði fyr og síð-
ar, en þó lá öll sagnaritun að mestu leyti í hinum forna
farvegi fram á 19. öld. Þá verður hún fyrir margvís-
leguni áhrilum af heimspeki og náttúruvísindum, og
þá lækkar einstaklingurinn nokkuð í tigninni, er sagna-
riturum tekur að skiljast, að hann er ekki einangrað-
ur einstæðingur, heldur hlekkur í festi, háður og mótað-