Vaka - 01.03.1928, Side 86
80
ÁRNI PÁLSSON:
[vaka]
með mun ríkið fullkomlega veslast upp“ (þ. e.: hverfa
úr sögunni).
Það er vert að veita því athygli, hvað Lenin á við,
er hann talar um frumstig kommúnista-þjóðfélagsins.
Hann á þar við alræðis vald öreigalýðsins.
Lenin var allt of hispurslaus og hreinskilinn til þess
að draga dul á, að það var alls ekki múgurinn, sem
hafði hafizt handa. Hann játar fúslega, að það sé að-
eins „brjóstfylking ö r e i g a 1 ý ð s i n s “, sem
hafi sprengt hið forna þjóðfélag i loft upp og hrifsað
völdin. En í þeirri brjóstfylking eru menn, sem
e i n i r v i t a , hvað mannkyninu er fyrir beztu, sem
e i n i r þekkja leiðina út úr ógöngunum og e i n i r
hafa kjark til þess að troða eldinn þangað til takmark-
inu er náð. Þess vegna höfðu þeir ekki eingöngu rétt til,
heldur bar þeim einnig skylda til að taka alræðisvöld
í sinar hendur. Og þeim völdum eiga þeir að beita
miskunnarlaust út í yztu æsar. Stalin kemst svo að orði
í hók sinni um Lenin og kenningar hans: „í stuttu
máli: Alræði öreigalýðsins er yfirráð öreigalýðsins yf-
ir horgarastéttinni. Þau yfirráð eru elck takmörkuð af
lögum og þeim skal beitt með ofbeldi, en þau styðjast
við samúð og fylgi hins féfletta múgs“. Kommún-
istar eiga fyrst og fremst að Iáta sér það heilræði Marx
að kenningu verða að vera ekki að káka við umbæt-
ur á hinu gamla þjóðfélagi. Það er hin fyrsta og brýn-
asta nauðsyn að lima það svo vendilega í sundur, að
það skríði aldrei saman aftur. En því næst skal hin
drottnandi flokkur svifta andstæðinga sína eignum og
l'relsi og vinna það verk svo ógrunsamlega, að eng-
um þeirra verði undankomu auðið. Þeim skulu aðeins
gerðir tveir kostir: að deyja eða hverfa inn í múginn.
Borgarastéttin má hvorki hafa málfrelsi, ritfrelsi, sam-
komufrelsi né atvinnufrelsi. En hver sem þverskallast,
skal annaðhvort drepinn, eða beittur slíkum andlegum
og likamlegum pyndingum, að hann sjái þann kost