Vaka - 01.03.1928, Qupperneq 91
[vaka]
UM BYLTING BOLSJEVÍKA.
85
föðurlandi, umkringdur af veltömdUm varðhundum
bolsjevílta?
Lenin hvílir nú í leghöll í Kreml. Enginn hefir
vefengt, að honum hafi verið gefinn furðulegur sálar-
styrkur. En var hann vitur maður og langsýnn að sarna
skapi? Hann skildi það að vísu betur en aðrir stjórn-
málamenn Rússlands, að það var friðurinn, sem þjóð-
in þráði heitast og þarfnaðist mest, en byltingin liófst
1917. Hann gerðist þá ákafur talsmaður þess, að frið-
ur væri saminn, og vann þarmeð fylgi bænda og verka-
manna. En að flestu öðru leyti virðast útreikningar
hans hafa farið út um þúfur. Hann hélt, að heimsbylt-
ing myndi hel'jast samtímis rússnesku byltingunni og
fara í kjölfar hennar, — en það brást. Hann hélt, að ger-
legt væri að þjóðnýta þegar allar atvinnugreinar lands-
ins, —- en það brást. Hann hélt, — og byggði í raun og
veru jiólitík sína á þeirri skoðun, — að rússnesldr hænd-
ur myndu reynast kommúnistum leiðitamir, — en það
brást. Árið 1922 varð hann að slaka svo mjög til við
bændur, iðnrekendur og kaupmenn, að síðan hefir ekki
kommúnista-stefnan drottnað á Rússlandi nema að
hálfu leyti. Og um flest virðist harátta hans hafa orðið
ófarsæl og ógæfusamleg. Það var langt frá, að honum
tækist að sýna rússneskuin verkamönnum inn í fyrir-
heitna landið, hvað þá heldur að leiða þá inn í það.
Kjör þeirra hafa aldrei verið bágari en nú. Engar mann-
skepnur mun hann hafa fyrirlitið greypilegar en zar-
inn og páfann. En sjálfur varð hann bæði zar og páfi
og barðist með sömu vopnum sem þeim höfðingjum
hefir verið tamast að beita. Hann hataðist sem óður
maður við guðshugmyndina. En sjálfur var hann gerð-
ur að goði eða að minnsta kosti að hálfgoði eftir dauð-
ann. Mynd hans hangir nú víða á Rússlandi, þar sem
mynd Maríu guðsmóður hékk áður, og eru kerti látin
brenna fyrir framan hana að fornum sið. „Trúarbrögð
eru ópíum handa fólkinu", sagði Karl Marx, og þá setn-