Vaka - 01.03.1928, Qupperneq 99
[vaka]
BÓKMENNTAÞÆTTIR.
93
sitt gagn, en eg eí'ast um, að Kappaslagurinn geri það.
Með sjónhring íslenzkrar alþýðu og ástandi ístenzkrar
tungu á 17. öld, gat slíkur kveðskapur verið afsakan-
legur og jafnvel virðingarverður. Nú eru á honuin
dauðamerkin ein. Mér rennur til rifja að sjá annan
eins fróðleik og aðra eins þgkkingu á íslenzku máli og
Kappaslagur her vott um lenda á slíkum refilstigum.
Það sýnir átakanlega, hver þörf er á að veita nýjum
áhrifum, nýrri þekkingu og hugsunum, út á meðal al-
jnennings á íslandi.
Þriðja hók Vefarans mikla líkist prangarabúð í einni
af stórborgum Norðurálfunnar. Þar eru talnabönd, alt-
arisstjakar og Maríumyndir, Búddhastyttur og Hotten-
tottagoð, úti í hornj liggur Imitatio Christi ofan á End-
urminningum Casanova, en uppi yfir hangir kúbistiskt
málverk við hliðina á gömlu ítölsku ,meistaraverki‘, sem
gæti verið eftir Botticelli. í slíkum húðum er hægt að
detta ofan á listaverk fyrir-gjafverð, en hinir eru fleiri,
sem láta ginnast og kaupa eftirlíkingar þar sem Jieir
hugðu frumverk vera. Eg ætla mér ekki að fara að
skrifa þriðja ritdóminn um Vefarann í Vöku. Það væri
að hera í bakkafullan lækinn. Eg minnist þessa eina
kafla hókarinnar hér eingöngu af því, að hann er á
sinn hátt jafn-öfgakennt fyrirhrigði og Kappaslagur.
Halldór er gáfaður æskumaður, sem kemur dauðþyrst-
ur ofan úr Mosfellssveit suður í heim og fer á grenj-
andi túr í Evrópumenningu, góðri og illri, gamalli og
nýrri. Hann á sér framúrskarandi mælskugáfu, sein
stundum heldur við fullu kjaftæði, og hann veltir yfir
lesandann flóði af hugmyndum, með og án tilvitnana.
Eg tek þessa klausu til dæmis al' handahófi: ,,Lista-
mannsnáttúran er ekki annað en obsession du sexe.
Kynferðisstöðvarnar eru ofhlaðnar. Þejr halda, að þeir
hafi einkaleyfi til að brjóta gegn öllum hoðorðuin Guðs
og manna í senn. „Einfaldasta listformið er ástin“,
álitur André Breton. Sá, sem skilur þetta, skilur allan