Vaka - 01.03.1928, Page 103
[vaka]
BÓKMENNTAÞÆTTIR.
97
að talsvert af skáldskap síra Matthiasar er þegar tekið
að úreldast, t. d. flest leikrit hans. Og el' horft er nógu
langt fram i tímann, má sjá fram á, að jafnvel heztu
kvæði hans inuni eiga eftir að heyja harða baráttu
fyrir lífinu við nýjan skáldskap nýrra tíma. Þó eru
þessi verk þrungin því bezta, sem þessi æðsti prestur
nútíðarbókmennta vorra átti i eigu sinni. En einu sinni
settist Matthías niður á yngri árum sínum og hripaði
upp á hálftíma handa Jóni Árnasyni gamla skröksögu
að vestan: Sálin hans Jóns míns. Hún er nú jafnvíð-
kunn og beztu kvæði skáldsins, og það er varla hægt
að hugsa sér, að hún eigi eftir að fyrnast.
Svona mætti lengi telja dæmi. Snorri Sturluson er
frægari fyrir að hafa skrifað upp æfintýrið um Útgarða-
Loka en að hafa barið saman Háttatai með ærnu erfiði,
orðkynngi og lærdómi. Fáir nenna nú að lesa annað
af hinum dýrkveðnustu vikivaka-kvæðum en viðlögin,
sem skáldin oft og einatt hafa sótt á alþýðu varir,
óbrotin og yfirlætislaus.
Hvernig víkur þessu við?
Um tima var það siður lærðra manna að tala um
„þjóðskáldskap“ í þeirri merkingu, að hann væri runn-
inn frá alþýðu inanna, en engum einstaklingi. Nú á
dögum er þetta breytt að því leyti, að menn gera sér
Ijóst, að hvert danskvæði, þula, þjóðsaga o. s. frv. á
upptök sín hjá einstökum mönnum og „þjóðin“ i þess-
um skilningi var ekki nema þokumynd. En samt er
fullréttmætt að gera mun slíkra verka og verka nafn-
greindra höfunda á svipaðan hált sem fyrr var gert.
Þau verk, sem alþýða slær eign sinni á, eru upprunnin
með ýmsum hætti: stundum er kjarninn verulegur eða
imyndaður atburður, stundum hugkvæmd, oft ofið
saman við aðfengnar hugmyndir, mótað af sameigin-
iegri reynslu og hugsun heillar þjóðar, án þess að leitað
sé frumleiks. Síðan tekur almenningur við, þegar
kvæðið eða sagan gengur mann frá manni, eykur við
7