Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 118
IUTFREGNIR.
[vaka]
112
hirðir um að þeyta; þetta forna mál, sem er eins og
kongsdóttir í álögum í öllu siuu fornaldarskrúði, og
hiður alltaf eftir einhverjum, sem geti fært hana í alla
fegúrð nútímabúningsins", (bls. 427).
feg man, hversu orð þessi læstu sig inn í huga minn,
er cg las þau í fyrsta sinni, og hversu mjög ég þráði
það þá, að mega verða einn þeirra manna, er leysti
kongsdótturina úr álögunum, greiddi að einhverju leyti
götu þess, að unnt væri að hugsa á málinu.
Þá er loks komið að sögunum, en þar komst Gestur
hæst i ritsnilld sinni og skáldskap. Þær verða menn
sjálfir að lesa frá upphafi til enda. Sagt var, að Gestur
stældi Alexander Kjelland, er hann hyrjaði fyrst að
rita. En beri menn fyrstu sögu hans „Kærleiksheim-
ilið“, er hirtist í „Verðandi“ 1882, saman viö sögu
Kjellands „EIse“, er kom út árið áður, þá sjá menn,
hversu lítill fótur er fyrir þessu. Gestur var alíslenzk-
ur í sagnagerð sinni, jafnvel þar, sem hann sótti efnið
til erlendra höf., eins og t. d. í „Uppreislinni á
Brekku“ (1883). En hann var nokkuð lengi að ná sér
á strikið með „Hans Vögg“ (í „Suðra“ 1883), „Skjóna“
(s. st. 1884) og „Sveitasælu“ (s. st. 1885). En svo kom
„Sigurður formaður", sjálfsagt einhver hezta sagan
hans, í „Iðunni" (1887), og „Þrjár sögur“ (Grímur
kaupmaður deyr. Tilhugalífið. Vordraumur) 1888. Á
þ.eim öllum er sama snilldarhragðið og sýna þær, hve
mikils ísl. bókmenntir misstu, er Gesti var neitað um
ritstyrkinn og hann hrökklaðist vestur um haf til þess
eins — að deyja!
Ég' vil enda þessar línur með lýsingu þpirri, sem
skáldhróðir Gests og vinur, Einar H. Kvaran, gefur af
sagnagerð hans:
„Allri eymd, öllum þjáningum, sem Gestur Pálsson
hefir gert að umtalsefni í sögum sínuin, er lýst af svo
fráhærri snilld, að það er ólíklegt að það verði ekki
lengi talið fyrirmynd i íslenzkum hókmenntum. Brjóst-
gæðin, meðauínkunin, er eins og sjóðheitur straumur,
sem rennur bak við allar hans ólánsmyndir og gefur
þeim líf og yl, en sá straumur er hvergi ofau á. Ekk-
•ert meðaumkunarorð er í þeiin lýsingum, sagt í höf-
undarins nafni. En eymdin er dregin fram svo nakin,
átakanlega hlífðarlaust, að hún hrennist inn i sál les-