Vaka - 01.03.1928, Síða 121
RITFKEGNIR.
115
1 VAKA j
«g eg held sigurglöð“, stendur „upprétt, gluð og bros-
andi“, er þær hafa matazt og „hefir vafalítið verið sér
þess meðvitandi, að hafa gert það fyrir mýsnar, sem í
hennar valdi stóð“. Svo gengur hún til ánamaðkanna,
að því er virðist eingöngu lil þess að vekja athygli á
þeim líka, því ekkert hefir hún að færa þeim annað en
vol og væmið stumur: „Blessuð börnin mín, sag'ði hún,
og var undraverð hlýja i röddinni. Fyrir ykkur get ég
ekkert gert i þetta sinn. Þið eruð þó í ófreðinni mold.
Það er a 111 og sumt, sein ég get látið ykkur í té“. Og
!ol<s klykkir hún út með hugleiðingum um, að drottinn
hafi sent sér þessi fósturbörn í einveruna: „Það er eins
og luinn trúi mér fyrir þeim“. En meðan sögumaður
(ungur bóndasonur, að því er virðist) horfir á hana
gefa fuglunum, þá finnst honum skyldast að „trufla
hana ekki með því að tala við hana“ — á svo heilögu
augnabliki: „Ég horfði og hlýddi nær hugstola. Mér var
sem ég vissi varla í þennan heim né annan — vissi ekki,
hvaðan á mig stæði, skildi það ótrúlega lífið, er fram
fór. Eitl var mér þó nokkurn veginn skiljanlegt — að
eins eitt. Til væri það, sem vér nefnum móðurást og
móðurkærleik. Þarna mundi ég hafa litið það. — Augna-
blikin liðu mér líkt og i draumsveiflum, sem átt gætu
rætúr sinar að rekja til huldra hluta og torskildra“.
Þetta er hörmulegur skáldskapur! Fullfriskur ungur
maður horfir á konu láta vel að tveim farlama fuglum,
— og þetta er skilningi hans sú ofraun, að hann veit
hvorki í þennan heim né annan, honum liggur við yfir-
liði af aðdáun!
Yfirleitt má Ei. Þ. aldrei hætta sér út í sálarlífslýs-
ingar, þá hleður hann niður ósannindum. Þctta kemur
Ijósast fram víða i síðustu sögunni (Bjargað úr ein-
stigi). Ég skal lika taka dæmi úr henni. Atli bóndi á
von á konu sinni heim, það er áliðið og dimmt, hann er
orðinn hræddur um hana og gengur út á túnið í von
um að sjá til hennar. Ei. Þ. segir þannig frá:
„Hvað sýndist honum? Var það þá ekki missýning?
Orðið var dimmt af nóttu, og því ekki ólíklegt að hon-
um missýndist. En hann íckk ekki varizt því, að horfa
þangað, hvort hann gæti greint þar nokkuð kvikt. Þang-
að stefndi von hans um að sjá lil lconunnar sinnar, væri
hún ekki löngu örmagna.