Vaka - 01.09.1929, Side 4
130
GUÐM. FINNBOGASON:
[vaka]
Orðið „bóndi" á sér góða sögu i voru máli. Bóndi er
fyrir bóandi, búandi, af sögninni að búa, en frurnmerk-
ing hennar segja málfræðingar sé að yrkja jörðina,
rækta, gróðursetja, skapa. Yfir henni er blær starfs og
gróðrar. í orðinu bóndi felst búfesta og búsforráð í
mótsetningu við lausa menn og einhleypinga, bóndinn
er húsbóndi; bóndi er og eiginmaður, og hugsum vér
oss hann löngum umkringdan börnum, og bóndi er
sveitamaður í mótsetningu við borgarbúa. Bóndaheitið
hefir jafnan haft góðan hljóm á íslandi og þótt sæma
ágætum mönnum og höfðingjum, þó að svo sé ekki í
öðrum löndum: Njáll bóndi, Bafn bóndi (Sveinbjarn-.
arson), Björn bóndi Einarsson (Jórsalafari), Ari lióndi
(Jónsson Arasonar) o. s. frv.
Mér kemur þetta í hug, er ég hugsa um Guðmund
Friðjónsson, því að ekki veit ég nú þann bónda á ís-
landi, er betur hafi haldið í horfið Egils en hann.
Guðmundur hefir allt af haft tvö löndin undir, verið
árvakur við bústörfin og „borið orð saman“ jöfnum
höndum. Ég hefi því miður aldrei komið að Sandi og
þekki ekki búskap hans af sjón og raun, en það hafa
kunnugir sagt mér, að Guðmundur kæmist vel af fyrir
sig og sína, og hefir hann þó víst ekki erft auð Skalla-
gríms, hefir verið heilsuveiB stundum og hefir þó kom-
ið 11 börnum á legg. Má sá teljast góður bóndi, er slíkt
gerir, þótt hann hefði ekkert annað gert til þjóðnytja.
En jafnframt því sem Guðmundur Friðjónsson hefir
þannig með sæmd séð fyrir sér og sínum, hefir hann
fylgt með brennandi áhuga l'lestu því, sein gerzt hefir
í landinu í hans tíð. Hann hefir lagt orð í belg flestra
blaða og tímarita, sem komið hafa út á íslenzku, síð-
an hann varð fulltíða maður, og látið hin sundurleit-
ustu mál til sín taka. Allt af hefir hann litið sínum
augum á málefnin og haldið fram sannfæringu sinni
með fullri djörfung og drengskap, við hvern scm hann
átti og hvort sem öðrum líkaði betur eða ver.