Vaka - 01.09.1929, Síða 8
134
GUÐM. FINNBOGASON:
[vaka]
hamingjuna að gefa landinu olckar marga slíka kyn-
kvisti og ættarlauka". Og þegar hann minnist einkenni-
legra manna þar, segir hann: „Því er miður, að ein-
kennilegum mönnum fækkar", og kemur þarna ósjálf-
rátt fram löngun hans til að reisa slíkum mönnum
minnisvarða síðar. Margar sögur hans eru slíkir varð-
ar, gerðir af djúpri samúð með þeim hetjuanda, er
„ruddi sér veg með einyrkjahöndum og kleif þrítug-
an hamar“ og af velvild til þess, sem runnið var af
seigum rótum, sterkt og einkennilegt.
G. Fr. er raunsæisskáid, ef nokkur er það. Hann
lýsir mönnum eins og þeir voru og eru og ekki fram-
tíðarfólki. Oft mættu sögur hans fremur heita þættir,
þar sem þær eru eins og kaflar, teknir beint út úr líf-
inu, að vísu stundum með útsýn yfir liðna æfi, en
langoftast á líðandi stund. Sumar sögurnar eru lítið
annað en fundarskýrsla eða saintal manna eina kvöld-
stund um eitthvert áhugaefnið: dularfull fyrirbrigði,
trúmál, bannmálið o. s. frv. með öllu því, sem ber á
góma, og sýna þá einstaklingseðlið mikið eða lítið, eftir
því hve vel tekst að láta ræðu manna segja til, hverjir
þeir eru. Flest her þó veruleikablæinn með sér og nær
þar með tökum á lesandanum. Hæst kemst G. Fr. þar
sem hann lýsir baráttu einyrkjanna við fátækt, ein-
angrun og kaldlyndi náttúrunnar. Það er engin til-
viljun, hve mikið af íslenzkri veðráttu er í sögum hans.
Veðráttan er það örlagavald, sem allt af hefir ráðið
mestu um líf og afkomu og skap íslendinga. í harátt-
unni við það oí'urvald hefir reynt á alla þeirra seiglu,
þrótt og þor, athygli og þolinmæði. Og G. Fr. hefir
verið „veðurnæmur"; hann hefir eltki að eins fundið á
s i g veðrið, heldur og í huganum allt af lifað með
þeim, sem áttu í stríði við það eða fögnuðu blíðu þess.
í tveimur sögum, hvorri af annarri („Fótaferð" og
,,Undraljósið“) hefir hann lýst einyrkja, er um hávet-
ur fer að heiman að sækja meðul handa fárveiku barni