Vaka - 01.09.1929, Síða 15

Vaka - 01.09.1929, Síða 15
[vaka] GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON. 141 1902), sýnir, hve vel hann skilur fuglamál og getur farið í þeirra ham. Náttúrulýsingar hans eru langoftast veðurlýsingar. Ég gríp hér nokkur dæmi. Þessi er einhver hin fyrsta sem hann skrifaði: „Og framan dalinn kom snerpings frostkaldi, opinmynntur og tannhvass. Hann fór fyrst hægt, en smám saman tók hann að drýgja skriðinn. Hann renndi sér fótskriðu í fölinu á ísunum, sópaði ofan af þúfnakollunum og greip í svunturnar kven- fólksins og fleygði þeim yfir um mittið. Skýhnoðrar hirtust yfir fjöllunum í vestrinu, eins og hann ætlaði að hvessa fyrir alvöru á vestan. Útsýnið í dalnum var heldur hrikalegt þessa nótt. Dalurinn var að eðlisfari djúpur og þröngur, með himingnæfandi fjöllum heggja megin. Brúnir þeirra og hlíðar voru allar étnar sundur af þverám og lækjum, sem sprikluðu þar ár og síð og alla daga og klóruðu sig niður i urðina æ dýpra og dýpra. Nú var hann sveipaður mjallhvítri fannblæjunni. Jötunvaxnir skuggar teygðust niður undan hamrastrýtunum, en á milli þeirra lágu geislatungurnar, þar sem tunglið skein í gegn um skörðin. Það var nú gengið á vestur- hvel himinsins og tekið að lækka gönguna. Eystri hlíðar dalsins voru í óslitnu geislaflóði, og stirndi þar í alla snæbreiðuna eins og í sjóðandi járnmilti, sem bor- ið er frá smiðjuafli". („Sigrún“. Eimr. 1896, bls. 36). „Þegar hríðarélin höfðu fálmað um stund kring um fellin og linjúkana, lögðu þau undir sig gjörvalla heið- ina. Kafþykk lognmollan féll í fliksum niður á hjarnið, iðandi hvít. Fliksurnar hölluðust og snerust um á fallinu, loðnar og lubbalegar. Þegar hríðarsortinn greyfðist yfir landið, dró úr frostinu. En þegar drífan hafði fallið um stund, tók að frysta, og þá smækkaði hún og varð að kornum. Þegar þessu hafði farið fram um stund, fór þá Bjarna og Skjóna að greina á um stefnuna. Bjarni vildi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Vaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.