Vaka - 01.09.1929, Qupperneq 15
[vaka]
GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON.
141
1902), sýnir, hve vel hann skilur fuglamál og getur
farið í þeirra ham.
Náttúrulýsingar hans eru langoftast veðurlýsingar.
Ég gríp hér nokkur dæmi. Þessi er einhver hin fyrsta
sem hann skrifaði: „Og framan dalinn kom snerpings
frostkaldi, opinmynntur og tannhvass. Hann fór fyrst
hægt, en smám saman tók hann að drýgja skriðinn.
Hann renndi sér fótskriðu í fölinu á ísunum, sópaði
ofan af þúfnakollunum og greip í svunturnar kven-
fólksins og fleygði þeim yfir um mittið. Skýhnoðrar
hirtust yfir fjöllunum í vestrinu, eins og hann ætlaði að
hvessa fyrir alvöru á vestan.
Útsýnið í dalnum var heldur hrikalegt þessa nótt.
Dalurinn var að eðlisfari djúpur og þröngur, með
himingnæfandi fjöllum heggja megin. Brúnir þeirra og
hlíðar voru allar étnar sundur af þverám og lækjum,
sem sprikluðu þar ár og síð og alla daga og klóruðu
sig niður i urðina æ dýpra og dýpra. Nú var hann
sveipaður mjallhvítri fannblæjunni. Jötunvaxnir
skuggar teygðust niður undan hamrastrýtunum, en á
milli þeirra lágu geislatungurnar, þar sem tunglið
skein í gegn um skörðin. Það var nú gengið á vestur-
hvel himinsins og tekið að lækka gönguna. Eystri
hlíðar dalsins voru í óslitnu geislaflóði, og stirndi þar
í alla snæbreiðuna eins og í sjóðandi járnmilti, sem bor-
ið er frá smiðjuafli". („Sigrún“. Eimr. 1896, bls. 36).
„Þegar hríðarélin höfðu fálmað um stund kring um
fellin og linjúkana, lögðu þau undir sig gjörvalla heið-
ina. Kafþykk lognmollan féll í fliksum niður á hjarnið,
iðandi hvít. Fliksurnar hölluðust og snerust um á
fallinu, loðnar og lubbalegar. Þegar hríðarsortinn
greyfðist yfir landið, dró úr frostinu. En þegar drífan
hafði fallið um stund, tók að frysta, og þá smækkaði
hún og varð að kornum.
Þegar þessu hafði farið fram um stund, fór þá
Bjarna og Skjóna að greina á um stefnuna. Bjarni vildi