Vaka - 01.09.1929, Síða 24
150
GUÐM. FINNBOGASON:
[vaka]
búið. En frá einstaklingnum er allt af nokkur útsýn
yfir líf og kjör þjóðar hans. Allt stækkar þetta í eftir-
sjánni, enda blindar þá eigi sjálfsþóttinn og smámunir
sýn, þegar rúm hinns framliðna stendur autt. Fyrir
þessar sakir verða erfiljóð oft fremur svar við spurn-
ingu Per Gynts:
„Hvor var jeg, som mig selv, som den hele, dcn sande?
Hvor var jeg med guds stempel paa min pande?“
heldur en mynd af manninum eins og hann var i raun
og veru. Erfiljóðið sýnir manninn eins og hann var í
trú og von, ást og aðdáun skáldsins, hann birtist þar
endurborinn í nýrri mynd, sem ef til vill voru að eins
drög að í honum sjálfum. En listagildi myndar
af manni fer ekki eftir því, hve lík hún er honum,
heldur eftir hinu, hve einkennilegt og sjálfgilt líf
speglast í henni, og líkt er um erfiljóðið. Myndin eða
Ijóðið sýnir, hvað maðurinn var höfundinum, og hefir
sín áhrif á áhorfandann eða lesandann eftir þvi sem höf-
undi hefir tekizt að birta það, sem hann sá og fann,
hvernig sem fyrirmyndin hefir verið. Þetta verður að
liafa í hug um erfiljóð G. Fr. eigi síður en annara
skálda.
Af ritferli G. Fr. er auðfundið, hvað hefir dregið
hann til erfiljóðagerðar. Hann segir sjálfur í einu af
erfiljóðum sínum:
Á meíian blóðið mér í æðum rennur
að mannsköðunum liugrenning ég sný.
í einrúminu eldur löngum brennur,
sem eftirsjáin hefir kveikt í ])ví.
Hann sér eftir hverjum góðuin dreng, sem hverfur úr
hópnum, og hann sér svo sárt eftir honum vegna þess,
að honum stendur ekki á sama, hvernig allt veltist,
um hag einstaklinga og þjóðarinnar heild sinni. Hon-
uin hafa alltaf verið hugstæð hin sígiklu verðmæti
mannlífsins: drengskapur, karlmennska, þroskaþráin,