Vaka - 01.09.1929, Page 31
[vaka]
GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON.
157
fjörunni, svo að varla verður betur gert, en um leið
blasir líf og kjör sjálfs hans við. „Sendlingur“ ev dreg-
ið af „Sandur“, svo að hugsanasambandið er ljóst. „1
upphafi var orðið“. Svo er um margt í ljóðum G. Fr.
Hann leikur sér stundum að því að fá allskonar útsýn
úr eiginnöfnum og örnefnum, og hann er snillingur í
því að velja orð, sem slá á marga strengi í senn.
Lítum t. d. á þetta erindi úr kvæðinu „Haustmerki“:
Svefnlítil sauma-Gefn
sér eftir mey i ver.
Glóir í glaumbæ
gullspöng, er hatar ull.
Hringiðu lijóinföng
hylla sál, er neitt vill.
Reykr, sumhl og refskák
rangar lýð á húsgang
„Hér leikur svo að kalla hvert orð á marga strengi.
.„Sauma-Gefn“ er að vísu algeng kven-kenning, en hún
er ekki valin þarna af handahófi. Einyrkja-konan, sem
fær lítið að sofa fyrir önnum og áhyggjum og situr
uppi fram á nótt við sauma, þegar öðrum störfum er
lokið, hún er sannkölluð sauma-Gefn. Alúð hennar og
ósérplægni er gyðju samboðin og helzt þeirri, sem hef-
ir fengið nafn sitt af því, hve gjöful hún er, en Gefn
mun af sömu rót og gefa. Hún „sér eftir mey í ver“.
Dóttir hennar er farin í kauptúnið. En margar hugs-
anir eru tengdar við „verið“, t. d. sú, að „allir eru
ógiftir í verinu“, og getur það verið áhyggjuefni fyrir
móður að senda mey þangað. Hver maður horfir eftir
— sér eftir því, sem hann ann, þegar það fer frá hon-
um. íslenzkan hefur myndina af þessu viðbragði til að
tákna söknuðinn, sem missirinn veldur. Gamla konan
stendur oss lifandi fyrir hugskotssjónum, er hún „sér
•eftir mey í ver“. En dóttirin ekki síður. Kvenkenning-
in „gullspöng" sýnir oss, hve ljómandi glæsileg hún er
og spengileg; en að hún hatar ull, getur bent á hvort-
tveggja, að hún er ekki gefin fyrir tóvinnu og kýs