Vaka - 01.09.1929, Page 37
[vaka]
BAÐSTOFUR.
163
er lcomið. Hæfilegur hiti er talinn 50—60 stig, en þó
þola vanir menn upp undir 70 stiga lieita loftgufu. Bezt
þykir, að stofan sé vel heit, áður en vatnið er eimt.
Mikill hiti er bærilegri, ef gufan er minni, og menn
svitna betur í þurrum hita en mettuðu lofti. Þegar
baðgestirnir liafa legið og svitnað um stund, er tekið
til baðvandanna. Vendirnir eru úr þurru hrísi, en er
difið í vatn, áður en þeir eru notaðir. Með þeirn berja
baðgestirnir sig um hendur og fætur og allan líkam-
ann, þar til húðin er orðin rauð og heit. Því næst er
líkaminn löðraður með sápu og að lokum þveginn úr
volgu vatni. Á sumrum ganga baðgestirnir síðan út í
svalt kveldloftið og kæla sig, en á vetrum kasta þeir
sér oft niður í kaldan snjóinn og velta sér þar eins og
sveittir hestar í flagi. Það eru dæmi til, að menn fari
úr 70 stiga heitu gufubaði út í 30 stiga frost án þess
að þeim verði meint af. Svo tamin er liúðin orðin við
að verja líkamann snöggum hitabreytingum. Baðið var-
ir venjulega 15—20 mínútur. Sá sem kemur til hað-
stofunnar kaldur og þreyttur, fer þaðan hress og kátur.
Hann ber höfuðið hærra, er léttari í spori og kvíðir
ekki næsta degi.
Baðstofan er hinum finnska bónda heilagur staður. í
kirkju og haðstofu má ekki blóta, segir gamall máls-
háttur. Þar ólu konur hörn sín og til baðstofunnar
voru dauðvona menn bornir. Frá fæðingu til grafar
hefir haðstofan verið athvarf Finna um margar aldir.
Það er ómetanleg hlessun fyrir þjóðina, að hollvenjur
forfeðranna hafa ekki lagzt niður og fallið í gleymsku
eins og víðast hvar annarsstaðar.
Þjóðirnar eru lengi að gleyma og einnig lengi að
læra. En það er þó hægara að taka aftur upp þá siði,
sem eitt sinn hafa verið í hávegum hafðir. Sundkunn-
áttan féll svo að segja í gleymsku meðal íslendinga um
margar ahlir. En nú breiðist hún óðum lit aftur, studd
af nauðsyn fólksins og endurminningunni um afrek