Vaka - 01.09.1929, Page 41
[vaka]
SVARTSTAKKAR í SUÐUR-TÍRÓL.
167
hnén og malpoka á baki, og færi um gangandi. Það
væri stúdentar, er kæmi í þeim tilgangi að halda kynn-
ingu við Þjóðverja sunnan landamæranna og æsa þá
til mótþróa við ítali. Það væri landráðamenn, er ekki
ætti að hleypa inn í iandið. Við gátum eftir þessu átt
á hættu, að við yrðum gerðir afturreka. Hertum við
því meira gönguna sem nær dró landamærunum, og
var áliðið dags, þegar við komum að tollstöð Itala. Öll
var hún letruð utan. Við reyndum að stauta okkur
fram úr ítölskunni og gátum ráðið í, að þar stæði ým-
isskonar tilkynningar til þeirra, er þarna færi um; þetta
langt næði veldi Itala o. s. frv. Þá gaf að líta menn í
einkennisbúningum, litla vexti og dökka yfirlitum,
fríða sýnum, státna og stæriláta. Voru þar nokkrir
gráklæddir hermenn og svartstakkar (fascistar), auk
tollþjóna, er báru sérstakan búning. Ekki skiftumst
við mörgum orðum á. Italir skildu okkur ekki og við
ekki þá. Þeir rótuðu góða stund í bakpokum okkar
og rannsökuðu vegabréfin. Mér er næst að halda, að
þeir hafi verið litlu nær, hvaðan ég var. Af augnaráði
þeirra sáum við, að okkur var Ítalía frjáls undir fót.
Urðum við glaðir við og báðum með sjálfum okkur
tollþjónana vel að lifa. Mjög þótti mér annar svipur
á öllu sunnan landamæranna. Eftir þetta voru allar
leiðbeiningar fyrir vegfarendur á ítölsku í stað þýzku,
og þylcir mönnum jafnan einkennilegt, þegar skiftir
þannig skyndilega um tungu. Þjóðverjar voru jafnt
sunnan sem norðan við landamærin, en yfirbragð
þeirra og útlit var annað. Þeir báru merki kúgunar og
ófrelsis. Mér fannst eins og sorgarslæða hvíldi yfir
landinu. Rétt við landamærin mættum við nokkrum
mönnum með hestvagna. Þeir sátu álútir í vögnunum
og horl'ðu alvörugefnir fram fyrir sig. En skyndilega
færðist hros á andlit þeirra, þegar við ávörpuðum þá
á þýzku, móðurmáli þeirra. Við landamærin er alstaðar
ferfaldur vörður og hvergi eru fascistar þéttskipaðri í