Vaka - 01.09.1929, Side 43
[vaka]
SVARTSTAKKAR f SUÐUR-TÍRÓL.
169
Leið okkar Jú yfir Ortler-AIpana. Þar komunist við
hæst í 3100 metra hæð í fjallaskörðunum, en þurftum
hvergi yfir jökul að fara. En upp frá því taka við jökl-
ar. Þegar svo hátt er komið, er mjög einkennilegt og
tilkomumiliið að sjá yfir fjallgarðana. Er ekki ósvipað
yfir þá að líta og hvítfextar bylgjur hafsins, er það
verður sem tilkomumest. Menn þurfa ekki að stara
lengi til þess að finnast rót komið á allt umhverfið.
Hlýtur manni að finnast mjög til um mikilleik þessarar
náttúru. Milli fjallanna gína víðmynntir dalir með
grænum tungum. Af tindunum sór niður í þröngt gin
þeirra. Var þar hrikalegt umhorfs. Ég þreyttist seint.
á að stara út yfir hið bylgjandi fjallahaf. Af Ortler-
Ölpunum komum við niður í Morteldal. Þar þótti mér
skuggalegt og geigvænlegt. Dalurinn er mjög djúpur og
þröngur, vaxinn þéttum skógi og hrikalegum, og standa
trén víða út úr heru berginu. Við villtumst brátt í skógi
þessum og lentum í torfærum og hættum. Við illan leik
komumst við í lækjarfarveg einn og fórum eftir honum
niður í dalinn. í þessum dal kvað skógur vaxa upp í
2100 metra hæð, en víðast i fjöllunum ekki hærra en í
1800 metra hæð. Þegar við komum niður undir byggð
í dalnum, varð fyrst fyrir olckur sel og voru þar fjórir
karlmenn önnum kafnir við ostagerð. Diinmt var orðið,
en eldur brann á arni inni í selinu og sló bjarma á móti
okkur út í dyrnar. Við ávörpuðum mennina, en fengum
ekkert svar. Voru þeir útilegumannalegir og skeggjaðir.
Þeir munu ekki hafa verið vanir gestum og vildn auð-
sýnilega losna sem fyrst við okkur. Við báðum þá að
hýsa okkur, sögðumst geta legið í hlöðu. Þeir önzuðu
okkur engu, en héldu áfrain störfum sínum og
voru á stöðuguin hlaupum. Við gerðuin nokkrar
atrennur og að lokuiii sögðu þeir, að þeir gæti ekki
með nokkr.u móti hýst okkur, og varð við svo búið að
sitja. Við klöngruðumst þá lengra áfram í myrkrinu
og létum síðan fyrirbcrast í blöðu, er varð á leið okk-