Vaka - 01.09.1929, Page 43

Vaka - 01.09.1929, Page 43
[vaka] SVARTSTAKKAR f SUÐUR-TÍRÓL. 169 Leið okkar Jú yfir Ortler-AIpana. Þar komunist við hæst í 3100 metra hæð í fjallaskörðunum, en þurftum hvergi yfir jökul að fara. En upp frá því taka við jökl- ar. Þegar svo hátt er komið, er mjög einkennilegt og tilkomumiliið að sjá yfir fjallgarðana. Er ekki ósvipað yfir þá að líta og hvítfextar bylgjur hafsins, er það verður sem tilkomumest. Menn þurfa ekki að stara lengi til þess að finnast rót komið á allt umhverfið. Hlýtur manni að finnast mjög til um mikilleik þessarar náttúru. Milli fjallanna gína víðmynntir dalir með grænum tungum. Af tindunum sór niður í þröngt gin þeirra. Var þar hrikalegt umhorfs. Ég þreyttist seint. á að stara út yfir hið bylgjandi fjallahaf. Af Ortler- Ölpunum komum við niður í Morteldal. Þar þótti mér skuggalegt og geigvænlegt. Dalurinn er mjög djúpur og þröngur, vaxinn þéttum skógi og hrikalegum, og standa trén víða út úr heru berginu. Við villtumst brátt í skógi þessum og lentum í torfærum og hættum. Við illan leik komumst við í lækjarfarveg einn og fórum eftir honum niður í dalinn. í þessum dal kvað skógur vaxa upp í 2100 metra hæð, en víðast i fjöllunum ekki hærra en í 1800 metra hæð. Þegar við komum niður undir byggð í dalnum, varð fyrst fyrir olckur sel og voru þar fjórir karlmenn önnum kafnir við ostagerð. Diinmt var orðið, en eldur brann á arni inni í selinu og sló bjarma á móti okkur út í dyrnar. Við ávörpuðum mennina, en fengum ekkert svar. Voru þeir útilegumannalegir og skeggjaðir. Þeir munu ekki hafa verið vanir gestum og vildn auð- sýnilega losna sem fyrst við okkur. Við báðum þá að hýsa okkur, sögðumst geta legið í hlöðu. Þeir önzuðu okkur engu, en héldu áfrain störfum sínum og voru á stöðuguin hlaupum. Við gerðuin nokkrar atrennur og að lokuiii sögðu þeir, að þeir gæti ekki með nokkr.u móti hýst okkur, og varð við svo búið að sitja. Við klöngruðumst þá lengra áfram í myrkrinu og létum síðan fyrirbcrast í blöðu, er varð á leið okk-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Vaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.