Vaka - 01.09.1929, Page 46

Vaka - 01.09.1929, Page 46
172 KRISTINN E. ANDRÉSSON: [vaka] Innan skamms þyngdi í Iofti og dró saman í þykka skúraflóka. Við fengum steypiregn á fjallinu, en eftir klukkustund var komið sólskin á ný. Það kom alloft fyrir, að við fengum þannig skúrir, er stóðu aðeins skannna stund. Kvöld eitt, el'tir að við höfðum tjaldað, gerði milda rigningu. Um nóttina ætlaði allt á flot i tjaldinu. Rigningunni fylgcli mikill stormur og þrumur dundu jafnan öðru hvoru. Við áttum ekki annars úr- kostar en fella tjaldið og leita okkur skjóls annars staðar. Um kvöldið höfðum við scð hlöður ekki mjög fjarri. Þangað stefndum við í myrkrinu og hríðinni, holdvotir. Iðulega brá fyrir eldingum. Eftir nokkra leit fundum við hlöðu og lögðumst þar fyrir. Út um vind- augað á hlöðunni sást rofa í fjallaskarð og þar leiftr- uðu stöðugt eldingar með jöfnu millibili og lýstu upp loftið. Mér er þessi nótt minnisstæð. í Etschdalnum er mjög frjósamt. Þar eru vinekrur miklar og eplarækt mjög mikil. Þar eru og víðlendir hveiti-, mais- og byggakrar. Vínviðurinn minnti mig á ölvaðan íslending, sem er svo valtur á fótunum, að grípa verður í hverja stoð, er hann nær til. Vínberin voru um þetta leyti (20. ágúst) ekki orðin fullþrcskuð. í smáþorpi einu, er Gereut nefnist og liggur skammt norður af Trient, gistum við tvær nætur hjá fjölskyldu einni, sem ég hafði gaman af að kynnast. Meise og Kuhn þekktu hana frá i'yrri ferðum sínum þarna syðra. Við fengum þar rausnarlegar viðtökur, ekki siðri en á beztu heimilum hér á landi. Húsmóðirin var sköruleg og minnti mig í því efni á íslenzka bóndakonu Hún var kjarkmikil að sjá, fjörleg og glaðlynd, dökkbrýn mjög og svo rangeygð, að augasteinninn annar hvarf oft, er hún renndi til augunum. Hún kaus alltaf söng og hlátur í kring um sig, og söng mikið og hló dátt sjálf. Kvaðst hún jafrian vera kát, þegar Þjóðverja bæri að garði og helzt vildi hún hafa okkur sem lengst. Maður hennar var hár og þrekvaxinn, karlmann-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Vaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.