Vaka - 01.09.1929, Síða 46
172
KRISTINN E. ANDRÉSSON:
[vaka]
Innan skamms þyngdi í Iofti og dró saman í þykka
skúraflóka. Við fengum steypiregn á fjallinu, en eftir
klukkustund var komið sólskin á ný. Það kom alloft
fyrir, að við fengum þannig skúrir, er stóðu aðeins
skannna stund. Kvöld eitt, el'tir að við höfðum tjaldað,
gerði milda rigningu. Um nóttina ætlaði allt á flot i
tjaldinu. Rigningunni fylgcli mikill stormur og þrumur
dundu jafnan öðru hvoru. Við áttum ekki annars úr-
kostar en fella tjaldið og leita okkur skjóls annars
staðar. Um kvöldið höfðum við scð hlöður ekki mjög
fjarri. Þangað stefndum við í myrkrinu og hríðinni,
holdvotir. Iðulega brá fyrir eldingum. Eftir nokkra leit
fundum við hlöðu og lögðumst þar fyrir. Út um vind-
augað á hlöðunni sást rofa í fjallaskarð og þar leiftr-
uðu stöðugt eldingar með jöfnu millibili og lýstu upp
loftið. Mér er þessi nótt minnisstæð.
í Etschdalnum er mjög frjósamt. Þar eru vinekrur
miklar og eplarækt mjög mikil. Þar eru og víðlendir
hveiti-, mais- og byggakrar. Vínviðurinn minnti mig á
ölvaðan íslending, sem er svo valtur á fótunum, að
grípa verður í hverja stoð, er hann nær til. Vínberin
voru um þetta leyti (20. ágúst) ekki orðin fullþrcskuð.
í smáþorpi einu, er Gereut nefnist og liggur skammt
norður af Trient, gistum við tvær nætur hjá fjölskyldu
einni, sem ég hafði gaman af að kynnast. Meise og
Kuhn þekktu hana frá i'yrri ferðum sínum þarna syðra.
Við fengum þar rausnarlegar viðtökur, ekki siðri en
á beztu heimilum hér á landi. Húsmóðirin var sköruleg
og minnti mig í því efni á íslenzka bóndakonu Hún
var kjarkmikil að sjá, fjörleg og glaðlynd, dökkbrýn
mjög og svo rangeygð, að augasteinninn annar hvarf
oft, er hún renndi til augunum. Hún kaus alltaf söng
og hlátur í kring um sig, og söng mikið og hló dátt
sjálf. Kvaðst hún jafrian vera kát, þegar Þjóðverja bæri
að garði og helzt vildi hún hafa okkur sem lengst.
Maður hennar var hár og þrekvaxinn, karlmann-