Vaka - 01.09.1929, Side 56
182
KRISTINN K. ANDRÉSSON:
[vaka]
í fyrra var vígt sigurmerkið mikla, er ítalir hafa
reist í Bozen. Þar er meðal annars þessi áletrun: Hic
patriae fines sisle signa. Hinc centeros coluimus lingua
legibus artibus. Þangað þykjast Italir hafa unnið land
í heimsstyrjöldinni miklu. Fjöldi Bozenbúa flýði á fjöll,
þegar vígslan fór fram. Þeim þótti ítölum ekki sæma
að reisa sigurmerki á þessum stað. En Italir móðguðust
við þessar tiltektir og tóku tvö hundruð menn fasta i
Bozen og 70 úr Mcran. En sleppt var þeim eftir tvo
daga. Eftir frásögn Tírólbúa (sbr. og sögn Nicolussi)
fóru landvinningar ítala í Suður-Tíról fram með þessum
hætti: 2. nóv. 1918 gaf herforingi Austurríkismanna
hernum öllum heimfararleyfi. Vopnahlé milli þeirra
og Itala hafði þá verið tilkynnt, en gekk ekki í gildi fyr
en tveim dögum síðar, 4. nóv. Herinn allur lagði niður
vopn og þusti heimleiðis. En þá fór herforingi ítala,
Amando Diaz, fyrir hersveitir Austurríkis og tók 200
þúsund manna til fanga, án nokkurrar orustu. „Ekkert
skot heyrðist þann dag“, var viðkvæði Tírólbúa. Við
áttum tal við marga, er teknir voru til fanga og hafðir
í haldi í Vá—1 ár. Á Italíu kvað sigur þessa hershöfð-
ingja mjög rómaður og því almennt trúað, að með
honum hafi ítalir unnið striðið. Tírólbúar brosa háðs-
lega, þegar á það er minnzt, og þykir þeim Italir lé-
legir hermenn. ítalskar hersveitir héldu í þessari lotu
alla leið til Bozen, og hafa nú reist landvinningum
sínum þar minnismerki. Þangað komu þeir 7 nóv.,
en herforingi þeirra lýsti yfir því í ráðhúsinu daginn
eftir, að þeir væri komnir þangað aðeins sem gestir,
og myndi draga sig í lilé jafnskjótt og friðarskilmálar
gengi I gildi. En 10 dögum síðar er þar skipaður ítalsk-
ur landstjóri, sem gefur út tilkynningar, er fyllilega
benda til þess, að ítalir ætli sér þar öll ráð, en mjög
eru þær vinsamlegar í garð Þjóðverja. Þar segir meðal
annars, að ítölum sé fjarri að beita þá nokkru ofbeldi,
vilji eiga friðsamleg viðskifti við þá og sýna þeim