Vaka - 01.09.1929, Page 56

Vaka - 01.09.1929, Page 56
182 KRISTINN K. ANDRÉSSON: [vaka] í fyrra var vígt sigurmerkið mikla, er ítalir hafa reist í Bozen. Þar er meðal annars þessi áletrun: Hic patriae fines sisle signa. Hinc centeros coluimus lingua legibus artibus. Þangað þykjast Italir hafa unnið land í heimsstyrjöldinni miklu. Fjöldi Bozenbúa flýði á fjöll, þegar vígslan fór fram. Þeim þótti ítölum ekki sæma að reisa sigurmerki á þessum stað. En Italir móðguðust við þessar tiltektir og tóku tvö hundruð menn fasta i Bozen og 70 úr Mcran. En sleppt var þeim eftir tvo daga. Eftir frásögn Tírólbúa (sbr. og sögn Nicolussi) fóru landvinningar ítala í Suður-Tíról fram með þessum hætti: 2. nóv. 1918 gaf herforingi Austurríkismanna hernum öllum heimfararleyfi. Vopnahlé milli þeirra og Itala hafði þá verið tilkynnt, en gekk ekki í gildi fyr en tveim dögum síðar, 4. nóv. Herinn allur lagði niður vopn og þusti heimleiðis. En þá fór herforingi ítala, Amando Diaz, fyrir hersveitir Austurríkis og tók 200 þúsund manna til fanga, án nokkurrar orustu. „Ekkert skot heyrðist þann dag“, var viðkvæði Tírólbúa. Við áttum tal við marga, er teknir voru til fanga og hafðir í haldi í Vá—1 ár. Á Italíu kvað sigur þessa hershöfð- ingja mjög rómaður og því almennt trúað, að með honum hafi ítalir unnið striðið. Tírólbúar brosa háðs- lega, þegar á það er minnzt, og þykir þeim Italir lé- legir hermenn. ítalskar hersveitir héldu í þessari lotu alla leið til Bozen, og hafa nú reist landvinningum sínum þar minnismerki. Þangað komu þeir 7 nóv., en herforingi þeirra lýsti yfir því í ráðhúsinu daginn eftir, að þeir væri komnir þangað aðeins sem gestir, og myndi draga sig í lilé jafnskjótt og friðarskilmálar gengi I gildi. En 10 dögum síðar er þar skipaður ítalsk- ur landstjóri, sem gefur út tilkynningar, er fyllilega benda til þess, að ítalir ætli sér þar öll ráð, en mjög eru þær vinsamlegar í garð Þjóðverja. Þar segir meðal annars, að ítölum sé fjarri að beita þá nokkru ofbeldi, vilji eiga friðsamleg viðskifti við þá og sýna þeim
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Vaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.