Vaka - 01.09.1929, Síða 58
184
KRISTINN E. ANDRÉSSON:
L vaka}
nauðungarsamninga og krafðist af Þjóðabandalaginu,
að það veitti þeim rétt til þess að álcveða sjálfir, hverj-
um þeir vildi fylgja. í skilnaðarræðunni i þingi Austur-
ríkismanna sagði Reut-Nicolussi, sem hafði orð fyrir
fulltrúum Suður-Tíróls, að svar þeirra við friðarskil-
málunum gæti ekki verið annað en „eilíft, óafturkallan-
legt nei“.
Þegar hér var komið, fóru Þjóðverjar í Suðut-Tíról
fram á sjálfstjórn við ítali. Áttu þeir lengi í þófi við
stjórnina, en fengu ekki ákveðið svar. Fascistar virtust
þvi þá fylgjandi, að leyfið fengist. 1919 ritar foringi
þeirra í blað fascista, „Popolo d’Italia“, „að blöð og
þing yrði að tilkynna Þjóðverjum í Suður-Tíról, að
Italir vildi ekki beita við þá neinu ofbeldi né garjga á
þjóðerni þeirra og tungu, heldur vildi þeir hafa i heiðri
tungu þeirra og siðu og veita þeim sjálfstjórn þá, er
þeir fara fram á“. Mussolini lét enn lítið á sér bæra.
En hann fylgdist með öllu, sem gerðist, og beið tækifær-
is að taka stjórnina i sínar hendur. Hann hafði vakandi
auga á því, sem fram fór í Suður-Tíról, kröfum
Þjóðverja þar. 1920 hafði hann markað stefnu sína í
því máli. Hún var mjög einföld, en miður mannúðleg.
Það ár birti hann grein i „Popolo d’Italia“ og er inn-
tak hennar á þessa leið:* 1 Suður-Tiról er nú háð úr-
slitabarátta með ítölum og Þjóðverjum. Annaðhvort
verða ítalir að lækka drambið í Þjóðverjum og festa
þar vald sitt miskunnarlaust og lýsa yfir því eitt skifti
fyrir öll, að þeir sleppi eki landamæralínu um Brenner
eða beygja sig fyrir Þjóðverjum og hörfa til baka að
Salurn og viðurkenna með því, að þeir hafi ekki verið
því vaxnir að leysa úr þessu vandamáli. 10. old. 1920
var Þjóðverjum í Suður-Tíról neitað um sjálfstjórn.
Allan þennan tíma, frá því ítalir settust í Suður-
*) Tilvitnanir þessar i „Popolo d’Italia" eru hér teknar eftir
„Tirol unterjn Beil“, eftir Reut-Nicolussi.