Vaka - 01.09.1929, Page 65
[vaka]
SVARTSTAKKAR í SUÐUR-TÍRÓL.
191
þeir e8a aðrir í nafni mannúðarinnar hrópi smán
Ítalíu út um heiminn, sem lokað hefir augum og eyrum
fyrir hryllilegustu sálarmorðum á þessari öld. Og að
lokum, þýzku systur, heyrið angistaróp vort, áður en
síðasta ósvífnin kæfir það.“
Þetta ávarp sýnir betur en nokkur frásögn gæti gert,
hvernig tírólskum mæðrum er innanbrjósts og hvað
þær líða. Hatur- og fyrirlitning Tírólbúa á ítölum og
einkum fascistum er takmarkalaust. Ætti þeir þess
nokkurn kost, myndi þeir þegar gera uppreisn. En
þeir eru sem fangar í sínu eigin landi. Og ekkert þrá
þeir meira en tækifæri til þess að reka fascista af hönd-
um sér, og myndi þeim þá ekki hlift.
Síðan 1925 hafa fascistar eftirlit með dagblöðum
þeim, sem gefin eru út í Suður-Tíról. Þeir segja fyrir
um, hvað rita megi og hvernig rita eigi. Að öðrum kosti
eru blöðin gerð upptæk. „Volksbote" var gert upptækt
fyrir að flytja þá fregn, að Poincaré hefði mælt með
því, að þýzkukennsla yrði tekin upp í Elsass. 1926
stofnuðu fascistar blað, ritað á þýzku, og nefndu það
„AIpenzeilung“. Þar var hlaðið óstjórnlegu lofi á Musso-
lini og fascismann. Blaðið seldist ekki í Tíról. Þá gerðu
fascistar sér lítið fyrir og tóku undir sig þau dag-
blöð, er eftir voru í Suður-Tíról, og hindruðu útkomu
þeirra. Voru íbiiarnir þá um tíma dagblaðalausir, nema
talið sé „Alpenzeitung“. Um jól 1926 fengu þó Tíról-
húar leyfi lil að gefa aftur úl tvö blöðin („Die Dolo-
miten“ og ,,Volksbote“) með því að ganga að vissum
skilyrðum. Síðan hafa þessi tvö daghlöð komið lit, en
eru undir ströngu eftirliti fascista og leiðarar eru oft
ritaðir af þeim. Sannleikann fá þau sjaldnast að flytja
um ástandið innan lands og utan. í fyrra sumar var
innihaldið einkum um flug Nobile og auglýsingar.
1927 stofnuðu fascistar ítalskt blað í Suður-Tíról, „La
Urovincia di BoIzano“, er útbreiða á l'rægð Mussolinis
og hlessun fascismans.