Vaka - 01.09.1929, Side 66
192
KRISTINN E. ANDRÉSSON:
[vaka]
Hér vinnst ekki tími til að rekja alla þætti kúgunar-
sögu fascista í Suður-Tíról. En þess er ekki að dylja,
að hún er söm á öllum sviðum, andlegum og fjárhags-
legum. Slcattar hvíla þungt á þjóðinni, því að dýrir eru
henni böðlarnir. Fascistar fá 20 lírur á dag í lcaup, og
eru það góð laun á Ítalíu, helmingi hærri en verkamenn
hafa. Sem dæmi hvernig skattálagningu er stundum
háttað skal þess getið, er öldungurinn í Gereunt sagði
okkur. 1926 hafði verið fyrirskipað, að hver bóndi
greiddi 150 lírur til ríkisins. 1927 var tilkynnt, að það
ár þyrfti sá skattur ekki að greiðast. 1928 voru heimt-
aðar 300 lírur fyrir hvort árið, 1927 og 1928, og auk
þess 600 lírur af hverjum hónda sem sekt fyrir, að hafa
ekki greitt skattinn 1927. Bændur verða að afla brauðs-
ins í sveita síns andlitis og lifa víðast við mestu fátækt,
og eru þó neyzlugrannir. Oft var mér það furðuefni, á
hverju sumir bændur efst í fjöllunum myndi lifa, þar
sem gróður var sáralítill og tún varla nokkur. Það leit
ekki út fyrir, að þeir gæti nokkrar skepnur haft. Viður-
væri var líka víða mjög fátæklegt.
Þegar á fyrstu valdaárum sínum tóku fascistar öll
iðnaðarfyrirtæki í sínar hendur og létu oftast greipar
sópa um eignir þeirra og sjóði. Undir stjórn þeirra báru
þau sig illa og komu þeir þeim þá stundum aftur yfir
á fyrri eigendur. Yfir höfuð rupluðu þeir og rændu,
þegar þeir komust til valda, meðan nokkuð var að hafa.
Þjóðverjar urðu að láta alla muni af höndum, sem
minnt gátu á þjóðcrni þeirra eða fyrra samband við
Austurríki, svo og vopn öll. Bóndi einn var settur í hálfs
árs fangelsi fyrir, að það fannst hjá honum gamall
korði, sem hann hafði fengið að gjöf. Ibúarnir þora
ekki að hafa undir höndum bækur með nöfnum og
heimilisfangi kunningja sinna í Austurriki, og skrifa
þeim þora þeir ekki. Bréfin eru jafnan rifin upp og
komast ekki til skila, ef nokkuð þykir athugavert við
efni þeirra. Ekki þýðir þeim heldur að skrifa kunn-