Vaka - 01.09.1929, Blaðsíða 82
208 NÍELS P. DUNGAL: [vaka]
eins af tuttugu. Skyldi þá sömu hlutföll gilda um upp-
runa þessara 19000, sem við vitum ekki um, og hinna
1000, sem við höfum frásagnir um? Það er spurningin.
Sagan hefir varðveitt nöfn hinna beztu og kynstærstu,
en með þeim hafa flotið þrælar og annað vinnulið, sem
við vitum lítið um. Nærri liggur að halda, að föruneyti
foringjanna hafi komið úr átthögum þeirra. En þó er
það ekki víst. Og þessi 19000, sem við vitum ekki um,
eru ekki allt föruneyti annara. Við vitum ekkl, hve
mikill hluti af þeim hefir komið upp á eigin spýtur.
Ágizkanir um það verða meira eða minna út í loftið.
Vafalaust hefir þó aðalstraumurinn til landsins komið
frá Noregi og Bretlandseyjum, því að öðrum þjóðum
hefir ekki verið kunnugt um landfundinn norður í höf-
um. Spurningin er því, hvort þessi 1000, sem við vitum
um, gefi rétta hugmynd um innflutninginn frá Noregi
og Bretlandseyjuin. í liók sinni telur G. H. sennilegt,
að svo sé. En líklegt er, að mikill hluti þeirra, sem
komu frá Bretlandseyjum, hafi verið af norskum upp-
runa, því að talið er, að þar hafi búið mikið af Norð-
mönnum á 9. og 10. öld. Þó segir G. H. seinna, að ekki
óverulegur hluti hinna íslenzku landnámsmanna hafi
verið að brezkum, eða öllu heldur írskum uppruna.
Það vita allir, sem nokkuð hafa farið um Norður-
lönd, að mikill munur er á því, hvað fólk er þar ljós-
hærðara en hér. Enda kemur það greinilega fram í
mannamælingum G. H., sem finnur hér aðeins 0,9% af
bjarthærðu fólki (hellblond). En H. Bryn finnur 22,3%
í Þrændalögum. Það er því mjög ósennilegt, að dökki
háraliturinn geti verið kominn frá Noregi. Hann hlýtur
að vera kominn einhversstaðar að. H. Bryn telur víst,
að hér gæti lceltneskrar blöndunar. Guðbrandur Vigfús-
son*) og Alexander Bugge**) hafa báðir haldið því
*) Safn til sögu íslands I.
**) Vesterlandenes Indflydelse.