Vaka - 01.09.1929, Side 90
216
JÓN JÓNSSON:
[vaka]
verið komin í tízlai um lengi'i tíma, eins og hlaut að
vera, ef hún hefir átt rót sína að rekja til Norðurlanda
eða norrænna nýlendna. Hugbald telur tvísönginn fagr-
an, enda breiddist hann töluvert út næstu aldirnar; en
síðar mætti hann harðri mótspyrnu, er hann færðist
suður um Frakkland og til Ítalíu og lagðist loks niður,
fyrirlitinn og bannaður af skólum og söngmeisturum.
Á síðastliðinni öld halda söngfx-æðingar á Þýzkalandi,
svo sem ICisewetter og Oscar Paul því fram, að slíkur
söngur muni að líkindum aldrei hafa heyrzt, — i einkis
manns eyra þolazt —.
Nú á síðari tímum, einkum á þessum síðasta aldar-
fjórðungi, eru rnenn smátt og smátt að komast á gagn-
stæða skoðun og sannfærast meir og meir um, að tví-
söngurinn sé þó ekki tómur hugarburður úr Hugbaldi
og íslendingum. Þessi nýja skoðun styðst fyrst og
fremst við það, sem merkur brezkur klerkur, Giraldus
Cambrcnsis, 1147—1222, segir í lýsingu sinni á Wales
— Descriptio Cambriæ — á latínu máli. Hann segir, að
í Wales syngi menn ekki einsöng, heldur margþættan
söng með ýmsum háttum og tilbreytni. Hallast hann á
þá skoðun helzt, að þetta muni hafa verið einskonar
Canón, er margir kannast við af „Lóan í flokkum flýg-
ur“. Sú söngaðferð hefir líka þekkzt á þessum öldum
við Ermasund og náð þar mikilli fullkomnun. Frá þeim
tíma er „Sumarkanón“ svonefndur sem dæmi um
þetta. En til samanburðar getur svo Giraldus þess, að
fyrir norðan Humherfljótið á Norðymbralandi, sem
Danir og Norðmenn hafi oftlega haft á valdi sínu, hal'i
þjóðin aðra söngaðferð; inenn syngi þar aðeins tví-
raddað; önnur röddin sé sungin þýtt og fagurlega, og
það sé vanalega sú efri; en hin sé rauluð undir. Hann
hyggur, að þessi tvísöngur hafi borizt þangað með
Víkingunum, en segir hann orðinn svo samgróinn þjóð-
inni, að jafnvel börn og unglingar fari í tvísöng. Annar
söngur heyrist varla.