Vaka - 01.09.1929, Síða 91
[vaka]
SÖNGLIST ÍSLENDINGA.
217
Hér virðist greinileg bending, í hverjn átt beri að
leita að upptökum hljómsöngsins.
Þá verður loks að geta þess, að til er norskt handrit,
frá því um 1280, það er Hymna hins heilaga Magnúsar
Orkneyjajarls með tvísöngsnótum. Enn má bæta því
við, að ítalski meistarinn Guido dc Arezzo þekkir tví-
sönginn á öndverðri 11. öld. Hann var tónlistarfræðing-
ur og söngkennari, f. 990, d. 1050. Þess er getið, að hann
fordæmi „Organum“-kvintsönginn og hans lærisveinar
eftir hann. Sennilegt er, að einmitt fyrir hin víðtæku
áhrif hans og þeirra, hafi tvísöngurinn ekki breiðzt út
suður á bóginn um álfuna, en lagzt niður sem viður-
kennd söngaðferð.
Sá maður, sem fyrstur sker upp úr með það, að tví-
söngurinn hljóti að vera norrænn, er hinn franski söng-
söguhöfúndur F. J. Fetis, í Histoire gcncralc de la
musique, er kom út um 1870, en þær ástæður, er hann
færði fram, þóttu veikar, enda voru þá ekki kunn
norska nótnaritið áðurnefnda og islenkzu handritin.
Hann hefir því aðallega orðið að byggja skoðun sína á
frásögn Giralds, og svo á því, að tvísöngurinn hefir
aldrei náð fótfestu í Miðevrópu og hvergi, utan Norður-
landa, nema í Frakklandi og á Niðurlöndum.
I safni Árna Magnússonar er til nótnahandrit, skrifað
á Munlcaþverá í Eyjafirði 1473; þar er tvísöngurinn
notaður í þjónustu kaþólsku kirkjunnar hér á Iandi við
sjálfa trúarjátninguna — „Credo“. Þannig verður því
ekki mótmælt, að tvísöngurinn hefir verið í veg og
sóma í Noregi á 13. öld og hér á íslandi á 14. og 15.
öld. —
Nú eru þá hinir sögulegu þættir raktir, eins og menn
þekkja þá. Um þá segir prófessorinn danski, Angul
Hammerick, sem fyrstur hefir rannsakað íslenzku hand-
ritin, að þeir bendi allir í þá átt, að tvísöngurinn s é
e k k i norræn söngaðferð, heldur upprunninn innan
kirkjunnar. tslenzki tvisöngurinn sé kominn af „Or-