Vaka - 01.09.1929, Side 97
[vaka]
SÖNGLIST ÍSLENDINGA.
223
raust í Jórvík, er hann flutti Eiríki blóðöx Höfuðlausn.
Röddin hefir verið mikil og ekki hefir Egill dregið af
sér, því að nú reið á að hrífa Eirík konung og Gunn-
hildi drottningu. Allir í höllinni hafa staðið á öndinni,
hér var um lífið að tefla, ekki aðeins fyrir Egil, heldur
engu síður fyrir hinn vinsæla foringja Arinbjörn og
menn lians. Gátu þeir máske orðið Agli að nokkru liði?
Auðvitað! — Þeir gátu tekið undir í tvísöng. Stefið
lærðu menn strax; en í stefinu var mest lofið um kon-
ung og hirðmenn hans og mesta sönglega skemmtunin,
samhljómur, samsöngur. Sjálfur hefir Egill farið
u p p eða einhver annar raddfær maður
„Jöfurr sveigði ý,
flugu unda bý.
Bauð úlfum hræ
Eirikur at sæ“.
„Hné firða fit
við fleina iinit.
Orðstýr of gat
Eiríkur at þat“.
Þau hafa hrifið áheyrendurna, stefin þau arna, fallega
tvísungin. Var sízt að undra, að konungi þætti kvæði
Egils gott, er slíkt lof hljóinaði um alla höllina. ;.Bezta
er kvæðit flutt“, varð honum að orði. Hann hefir líka
fundið samúðina með Ágli; kernur hún hvergi eins vel
fram og einmitt við söng.
Það er mikill skaði, að enginn skyldi verða til þess að
færa í letur hinn heiðna norræna söng á ritöldinni, með-
an menn kunnu hann; en til þess hefir hann sennilega
þótt of goðkynjaður, of nátengdur við seiö, blót og aðra
forneskju, er mönnum var kennt að trúa, að væri frá
hinum vonda. Ekki er því að undra, að fáir yrðu til,
eða þyrðu, að fást við slíkt. Þeir þurftu að vera miklir
fyrir sér, á þeim tíinum, er gátu að ósekju lagt stund
á hin fornu fræði, og hefir því margt gleymzt, er annars
hefði máske varðveitzt.