Vaka - 01.09.1929, Qupperneq 100
226
JÓN JÓNSSON:
[vaka]
er látið af söng þeirra Jóns helga Ögmundarsonar og
Guðmundar góða; það er og sérstaklega tekið skírt
fram um Pál biskup Jónsson, systurson Þorláks helga
Þórhallasonar, að hann hafi verið fyrirtaks söng-
maður. Allir þessir mætu menn lögðu hver sinn skerf
til að koma gregorianska söngnum á jafnhátt eða svip-
að stig og var í öðrum kaþólskum löndum. Jón Ög-
mundarson hafði svo fagra rödd, að erkibiskupinn Öss-
ur í Lundi, er Jón kom þangað til vígslu, taldi hann lík-
ari engils- en mannsröddu. Jón hélt skóla á Hólum og
fékk þangað „einn franzeis“, sæmilegan prestmann, er
Rikini hét, kapalin sinn olc lét hann kenna sönglist ok
versagjörð — „ok svá glöggr var hann i sönglist ok
minnigr, at hann kunni utanbókar allan söng á tólf
mánuðum, bæði i dagtíðum ok óttusöngvum með ör-
uggri tónasetning ok hljóðagrein. Margra góðra inanna
börn réðust undir hönd þessa meistara" — og Jatínu-
kennarans Gisla hins gautzlca — „sumir at ncma
Iatínu, en aðrir söng, eða hvárttveggja“. Þannig var
háttað söngkennslu á Hólum um 1100, en fráleit* hef-
ir hinn umsvifamikli Gizzur biskup i Skálholti hafzt
minna að, þótt þess finnist ekki getið. Um þessi alda-
mót má því með sanni segja, að kaþólski kirkjusöngur-
inn sé kominn i fastan sess hér á landi, og næstu
hundrað árin hefir hann eflaust haldizt hér með
strangri reglu, eftir boði páfans mikla.
Árið 1193 deyr Þorláltur biskup helgi í Skálholti og
fám árum síðar var helgur dómur hans úr jörðu tek-
inn og i kirkju borinn með hymnum olc lofsöngum ok
fagrligri processione ok allri þeirri sæmd ok virðing er
í þessu landi mátti veita. Var kistan sett niður i söng-
húsi ok sungu lærðir menn þá „Te Deum“. Það hefir
ekki liðið langt um, þar til líðasöngur, til að syngja á
Þorláksmessu, hefir verið saminn, þvi að fjórum vetr-
um eftir andlát Þorláks lýsti Páll biskup yfir því á
Alþingi, „at mönnum væri leyfð áheit við hinn sæla