Vaka - 01.09.1929, Síða 108
234 ÁGÚST H. BJARNASON: [vaka]
að allt sé þetta tilgangslaust og endi á tortímingu. En
hin hefir til að segja:
Allt, sein vér höfum vonað og vænzl
af verðmætu lifi — rætist.
Hér eru aftur sömu staðreyndirnar, en ærinn munur
á túlkun þeirra, á svörunum, sem vér gefum við þess-
um spurningum.
Eða hugsum oss, að vér værum komnir upp á ofur-
hátt fjall, jiaðan sem vér gætum litið öll ríki verald-
arinnar og þeirra dýrð í réttu sögulegu samhengi. Vér
sæjum ríkin rísa og blómgast; vér sæjum þau hrörna
og hníga i rústir, og vér sæjum eitt heimsveldið taka
við af öðru. Oss kynni þá að sýnast svo, sem menn-
ingunni miðaði áfram þrátt fyrir allt, þrátt fyrir stríð
og styrjaldir og allskonar öfugstreymi. Þvi myndum
vér trauðla kjósa að hverfa aftur i fjarstu forn-
öld eða niður í menningarleysið. Samt inyndu sumir
vilja Iíta á þenna hrikaleik sögunnar eins og ,,óðs
manns æði“, en aðrir myndu sjá einhvern hulinn til-
gang í þessu öllu sainan. Er hér enn um mismunandi
túlkun sömu staðreynda að ræða.
Eða horfum bara inn í vorn eigin barm. Hugsum
oss, að vér eigum i sárri baráttu við sjálfa oss um það,
hvort vér eigum að gjöra það, sem vér teljum rétt og
gott, eða hitt, sem virðist vera illt og rangt. Hér er að-
eins um mannlegan styrkleika eða mannlegan veik-
leika að ræða. En aftur hvísla raddirnar i eyru vor,
önnur, sem telur oss á að Iáta undan ljúfri freistingu,
«g hin, sem hvetur oss til að ráðast á brattann og gjöra
skyldu vora, hvað sem það kostar. Efnishyggjumaður-
inn hefir til að segja, að allt séu þetta tómar heilahrær-
ingar andstæðra afla og skifti litlu, hvað ofan á verði.
En hinn hefir til að segja með skáldinu, að þetta sé
hin skilgetna dóttir guðs — skyldan, sem knýi oss til
þess, sem rétt er. Og þá verður manni að minnast orða