Vaka - 01.09.1929, Page 111
[VAKAj
THÚ OG VÍSINDI.
237
um hlutina og jafnvel inn í sjálfa oss, séð, eins og sagt
var, gegnum holt og hæðir. Vér höfum heldur ekkert
sérstakt segulskyn. Ef vér hefðum það, gætum vér áttað
oss og jafnvel sýnt áttirnar, líkt og segulsteinninn, hvar
sem vér værum staddir. Vér höfum heldur ekkert sér-
stakt rafmagnsskyn og þó er rafmagnið alstaðar nálægt;
það gagnsmýgur efnisagnirnar eins og þær væru hrip
eða laupar og það fer um heim allan með ljósinu, sem
er ekki annað en ein tegund rafsegulbylgna. Ef vér nú
hefðum eitthvert sérstakt skyn fyrir þessar smáu og
stóru rafmagnsbylgjur, gætum vér sennilega bæði kann-
að efnisagnirnar hið innra og skifzt skeytum á í
fjarska, eins og nú á sér stað í firðtali og firðritun, án
senditækja eða viðtækja. Og hver veit nema vér þá
gætum lesið hver í annars hug.
Hitasveiflur þær, sem vér skynjum, eru þetta frá 70
og niður i 1 m.m. á lengd, en þær ná líka alla leið upp
að 810 millíónustu úr m.m. Þá fara þær að verða lýs-
andi, verða að útrauðum geislum, sem eru 810 fi.fj..*)
að lengd, en eru ekki sýnilegir mannlegum augum;
þá kemur rautt (700 fi.fi.), rauðgult, gult, grænt, blátt
og loks fjólublátt (400 fi-fJ.), alla leið niður í útfjólu-
blátt, sem vér fáum heldur ekki skynjað með sjón
vorri. En „hitaritinn" (bolometrið) sýnir, að hita- og
litrófið, sem svo er nefnt, nær í raun réttri tuttugu
sinnum lengra en skynfæri vor ná. Ef öllum þeim teg-
undum rafmagns-, hita- og ljósbylgna, sem vér nú höf-
um komizt á snoðir um, væri raðað á einn sameigin-
legan kvarða, þá risi hann eins og ógagnsær veggur
fyrir sjónum vorum, að undanskildu því örsmáa opi,
sem ljósbylgjurnar smjúga um inn í sjónir vorar; en
þótt það sé ekki meira og ekki fleira, sem vér skynj-
um af litum og ljósi, þá nægir það til þess að gera oss
nokkuð af heiminum sýnilegt.
) fl.fi. (millimikron) = einn inilliónasti úr millimetra.