Vaka - 01.09.1929, Qupperneq 112
238
ÁGÚST H. BJARNASON:
vaka]
Eitthvað svipað má segja um heyrnina. Þótt loft-
bylgjurnar, sem vekja tónana í hlustum vorum, séu
miklu stœrri en hinar örsmáu ijósvakahvlgjur, getum
vér aðeins greint nokkurn hluta þeirra. Bylgjur þær,
sem vekja tóna, eru þetta frá lfi sveiflum á sekúndu
upp i 42.000 sveiflur á sek. Af þessu hevrum við tóna,
er samsvara þetta frá 32 uppí 16.000 sveiflur á sek. eða
liðlega Ys hluta alls tónasviðsins. Af þessu notum vér
þó aðeins allt að 4—5000 sveiflur á hljóðfærum vor-
um; hæsti tónn á piccoloflautu samsvarar 4.752 sveifl-
um á sek. og tónar, scm fara hærra, verða oss óþægi-
legir, ef vér á annað borð skynjum þá með hlustum
vorum; en hæsti tónn, sem náð hefir verið á jarðríki,
samsvarar 40,960 sveiflum á sekundu. Hann geta menn
alls ekki heyrt, heldur verður hann sýnilegur fyrir titr-
ing þann, sem hann veldur á logandi ljósi. Það ber þá
að sama brunni með heyrnina eins og önnur skynfæri
vor, að hún er eins og fástrengd vindharpa; að vér
heyrum jafnaðarlegast aðeins lítinn hluta, eða um 1/10
af öllum þeim tónum, sem til eru eða til kunna að vera.
Þessi dæmi sýna nú, að skynheimur vor nær ærið
skammt og er allur i molum, þótt hann líti út eins og
ein samræm heild. Skynfæri vor eru því eins og ofur-
litlar gluggagæjur út að öllum leyndardómum tilver-
unnar, og svo sljóf eru þau á það, sem þau annars fá
numið, að þau skynja hvorki það smæsta né það
stærsta. Og með hverju skynfæri voru skynjum vér að-
eins lítið af sviði því, sem þau annars ná til, svo að
skynheimur vor verður eins og ofurlitill eyjaklasi,
partaður sundur í hólma og sker, á öllu reginhafi til-
verunnar. Það var því ekki ofmælt, sem Newton sagði,
—■ og komst hann þó manna Iengst með athugunum
sínum og útreikningum, - að sér fyndist sem hann
væri drenghnokki, sem væri að leita að fallegum steini
eða fáséðri skel í fjöruborðinu, en allt reginhaf lilver-
unnar lægi órannsakað fyrir framan sig.