Vaka - 01.09.1929, Page 113
[vaka]
TRÚ OG VÍSINDI.
239
Þá er annað, sem gerir þekkingu vora næsta ófull-
komna, og það er það, að skynfæri vor bregða annar-
legum blæ yfir hlutina og hin utan að komandi áhrif,
svo að vér skynjum þau ekki eins og þau kunna að
vera í sjálfu sér, heldur eins og þau birtast fyrir hug-
skotssjónum vorum. Því sagði Kant, að skynfæri vor
væru eins og marglit gler, sem brygðu annarlegri birtu
yfir allt það, sem umhverfis oss er. Úr mismunandi
mótspyrnu, sem er ekki annað en mismunandi aflmun-
ur milli átaks vors og mótspyrnu þeirrar, sem hlutirnir
eða efnisagnir þeirra veita, búum vér til loftkennd,
fljótandi, seig eða föst efni; úr loftbylgjunum búum vér
til hljóð, úr sveifluhraða efniseindanna hita, úr Ijós-
vakabylgjunum ljós og liti og úr rafmagnsbylgjunum
ýmist titring, högg, hita, Ijós eða jafnvel þrumur. Þetta
sýnir, að sömu eða svipuð áhrif geta valdið mismun-
andi skynjunum eftir því, á hvaða skynfæri þau verka,
og að vér skynjum ekki áhrifin, eins og þau kunna að
vera í sjálfu sér, heldur eins og skynfæri vor skynja
þau. Því verður þekking vor á þeim ekki frumleg, held-
ur a n n a r 1 e g .
Þá verður þekking vor jafnan afstæð (realtiv), en
aldrei algjör af þvi, að vér þurfum jafnan eitthvað til að
miða við bæði i skynjun vorri og hugsun. Og vér verð-
um jafnan að feta oss frá einu í annað, í stað þess að
skynja það eða hugsa í einni heildarsýn. Vér getum t.
d. ekki ákveðið neitt i tímanum nema með því að miða
við einhvern atburð, sem vér teljum timann frá, og
hann verðum vér að miða við einhvern annan athurð,
er liggur lengra aftur i tímann, og svo koll af kolli.
Ekki getum vér heldur ákveðið neitt í rúminu nema að
miða við einhvern annan stað eða staði í rúminu og
þá aftur við aðra staði og svo koll af kolli. Hreyfingu
hluta getum vér heldur ekki ákveðið nema með því að
miða hana við eitthvað annað, sem er tiltölulega óhreyf-
anlegt. En ef allt er á fleygiferð í himingeimnum og