Vaka - 01.09.1929, Qupperneq 114
‘240
ÁGÚST H. 15JAHNASON:
[vaka]
ekkert fast að miða við, þá er sýnilegt, að allt verður
afstætt (relativt). íbúar stjörnu, sem færi fram hjá oss
með segjum 1000 km. hraða, mundu halda, að jörð vor
færi fram hjá henni með sama hraða, en hún stæði kyr.
Eins og vér getum ekki skynjað og ákveðið nema á-
kveðinn tíma og ákveðið rúm, eins getum vér heldur
ekki skýrt neitt af því, sem við ber, nema með því að
setja það í samband við eitthvert annað atvik, sem á
undan er farið og gera það þá að orsök þess, sem a eftir
fór, og svo kolli af kolli. Af þessu leiðir, að vér getum
ekki hugsað oss neitt ákveðið upphaf né endi og held-
ur ekki eilífð né óendanleika. Því að jafnan getum vér
spurt, hvað farið hafi á undan upphafinu og livað
verða kunni við endalok alls. Eini óendanleikinn. sem
unnt er að hugsa sér svo, að það verði manni skiljan-
legt, er að hugsa sér heimsrásina sem nokkurskonar
hringrás þróunar og hnignunar, þannig að upplausnin
hafi jafnan einhverja nýsköpun i för með sér, sé upp-
haf nýrrar þróunar og svo koll af kolli. En fyrir þetta
verður þekking vor jafnan afstæð og aldrei algjör
(absolut).
Nú hafa vísindin reynt að færa út kvíarnar fyrir því,
sem menn fá skynjað, með ýmisskonar tækjum og á-
höldum, svo sem rafmagnsinælum, sjónaukum (bæði
smásjám og fjarsjám), hitamælum, lol'tþyngdarmælum
og öðrum þyngdarmælum, ljósmyndavélum og litsjám,
og elcki verður því neitað, að víðtækari og nákvæmari
þekking bæði í smáu og stóru hefir fengizt með þessu
móti. En allt fyrir það verður þekkingin jafn-afstæð
og áður, og útfyrir einhverskonar takmörk, nær eða
fjær, er ekki unnt að komast; og alltaf verður þekking
vor á hlutunum jafn-annarleg og hún hefir áður verið,
því að jafnan bregða skynjanir vorar, hverjar sem þær
eru, annarlegum blæ yfir hlutina.
Og nú er það að koma æ meir og meir á daginn, að
þekking vor er að mestu aðeins yfirborðsþekk-