Vaka - 01.09.1929, Side 116
242 A. H. B.: TRÚ OG VÍSINDI. [vaka]
afleiðingar þessa og tilverumyndir. En vel getur veriö.
að heimurinn sé fullur af afli, lífi og anda, og það verð-
ur þá íhugunarefni næstu kafla. —
Oft tala menn um „ a n n a n h e i m “. Og sumir,
eins og t. d. prestarnir, tala svo kunnuglega um hann
eins og þeir viti, hvers eðlis hann er og hvernig hon-
um er fyrir komið. Þeir telja það opinberað sér í
trúnni. En þá er það t r ú , en ekki þekking. Enginn
þ e k k i r þenna „annan heim“, og þó getur vel verið,
að hann sé til. Getur vel verið, að hann sé að mestu
fólginn í glompum þeim, sem vér alls ekki fáum skynj-
að; eða að hann sé fólginn í því, sem vér nefnum afl,
líf og anda og vér heldur ekki fáum skynjað beinlínis,
eða að hann sé fólginn í því, sem er undirstaða alls
þessa. Þekking vor er aðeins táknleg og vér vituin
ekki, hvað táknin eiga að merkja eða yfir hvað
þau hilma. Þó getum vér treyst þeim, svo Iangt sem
þau ná, í þeirri von, að allt hafi sínar orsakir, og að
sömu eða svipaðar orsakir hafi jafnan sömu eða svip-
aðar verkanir. Vér getum treyst því, þótt vér þekkj-
um ekki tilveruna í sjálfri sér, að hinn sýnilegi heim-
ur sé að einhverju leyti tákn hennar eða ímynd
(symbol).
En vörumst að fara að dæmi frosksins í brunninum
og fullyrða, að heimur sá, er vér sjáum og skynjum, sé
ö 11 tilveran. Annars kynni að geta farið fyrir oss líkt
og vesalings froskinum, sem tók að blása sig upp og
blés og blés, þangað til hann sprakk af sínum eigin
imyndaða mikilleik, af sínum eigin vindi.
Ágúst H. Djarnason.