Vaka - 01.09.1929, Page 118
244
OIIÐABELGUR.
[VAKA1
„I islenzkri örbirgð úr ljóði
á ástfólgnu gröfunum vcr
oft lilóðum þó merki til minja. —
Það marmari og gull okkar er“.
Og er það ekki merkilegt og dásamlegt, að það, sem
ritað var einungis í mannshjartað, geymdist um aldir
betur en hitt, sem höggvið var í harðan steininn, svo
að nú verður að mestu að hlíta við það, þegar ráða skal
steinristurnar?
Fornbókmenntir vorar eru sein Askr Yggdrasils, er
„stendr æ of grænn
Urðar brunni“.
Þær eru sá
„meiðr,
er manngi veit,
livers of rótum rinnr“.
En prófessor Magnus Olsen er að „nýsa niðr“, skyggn-
ast eftir rótunum, og þó að þær séu ósjálegri en limið,
þá er þó tréð með öllum sínum greinum vaxið upp af
þeim og dregur næringu þaðan, en þær halda því stöð-
ugu við brjóst jarðar. Við munum öll söguna um það,
þegar Sannleikur og Lygi gróðursettu tréð og skiftu því
svo milli sín, að Sannleikurinn fekk í sinn hlut rótina,
en Lygin það, sein var ofanjarðar. í þeirri sögu felst sú
djúpsæa speki, að alltaf er hætt við að lygin vaði uppi,
ef menn gleyma rótunum, sem allt er af sprottið, og
að til þess að finna sannleikann, verður að rekja ti!
rótar, skilja, „hvat var upphaf, eða hversu hófsk“, eins
og Snorri orðar það, sjá eins og völvan:
„mjötvið mæran
fyr mold neðan“. —
Þess vegna fögnum vér íslendingar starfi yðar, pró-
fessor Magnus Olsen, og óskum, að yður megi endast
aldur og heilsa til að hregða enn mörgu nýju íjósi yfir
rætur norrænnar menningar. Því betur sein það tekst
að rekja þær rætur, því augljósara mun það verða, að
þær eru, eins og jörðin, sem þær eru vaxnar i, „furðu-
lega gamlar að alda-tali og máttugar i eðli“. En sú vissa
mun aftur glæða trúna á það, að limarnar eigi enn
eftir að draga að sér nýjan þrótt og breiðast víða.
G. F.