Fréttablaðið - 21.11.2009, Síða 36

Fréttablaðið - 21.11.2009, Síða 36
36 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR B jarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, segist skynja það að Evrópusamband- ið vilji „stúta“ samn- ingnum um Evrópska efnahagssvæðið. Hann gagnrýnir að Evrópusambandið ljái ekki máls á aðild EES-ríkjanna að myntsamstarfi ESB-ríkja en dregur jafnframt í efa að sá möguleiki sé fullkannaður gagn- vart pólitískum leiðtogum ESB-ríkj- anna. Sjálfstæðisflokkurinn muni veita ríkisstjórnarflokkunum fullt aðhald í þeim aðildarviðræðunum við ESB. Sitjum ekki með hendur í skauti „Þótt við höfum ekki stutt þessa niður- stöðu er hún engu að síður staðreynd. Við ætlum ekki að sitja með hendur í skauti og horfa á ríkisstjórnarstjórn- arflokkana leiða málið heldur munum við veita þeim fullt aðhald og tryggja að hagsmuna Íslands sé gætt í hví- vetna,“ segir Bjarni um afstöðu Sjálf- stæðisflokksins til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Eins og kunnugt er greiddu nær allir þingmenn Sjálfstæð- isflokksins atkvæði gegn tillögu um aðildarviðræður við ESB á Alþingi í sumar. Í síðustu viku var skipað í viðræðu- nefnd Íslendinga í aðildarviðræðunum. Sturla Böðvarsson, fyrrverandi forseti Alþingis, og fleiri þekktir sjálfstæðis- menn gagnrýndu Þorstein Pálsson, fyrr- verandi formann Sjálfstæðisflokksins, fyrir að taka sæti í samninganefndinni. „Er Þorsteinn genginn í Samfylking- una?“ spurði Sturla og sagði að Bjarni Benediktsson þyrfti ekki á því að halda „að fyrrverandi formenn gangi gegn honum á ögurstundu í stærstu málum samtímans, þar á meðal spurningunni um aðild að Evrópusambandinu“. Bjarni segist skilja sjónarmið Sturlu en ætli ekki að gera þessi orð hans að sínum. Skipan Þorsteins hafi verið að frumkvæði og á ábyrgð Össurar Skarp- héðinssonar utanríkisráðherra. Hann hafi ekki annað um þetta að segja en að augljóslega hafi Þorsteinn þá reynslu og þekkingu sem þurfi til að tryggja Íslandi sem besta niðurstöðu í samn- ingaviðræðunum. Sjálfstæðismenn hafa iðulega tekist hart á um þau og fyrir opnum tjöldum. Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- málaráðherra og einarður andstæðing- ur ESB-aðildar, hefur varað við því að deilur um þau geti klofið Sjálfstæðis- flokkinn. Hvers vegna er svona mikill hiti í Evrópuumræðum innan Sjálfstæð- isflokksins að flokksmenn sjálfir nefna klofning í því sambandi? Rætur flokksins eru í sjálfstæðisbaráttunni „Hitinn í málinu er meðal annars vegna þess að rætur Sjálfstæðisflokks- ins liggja í sjálfstæðisbaráttunni fyrir þessa þjóð. Með því að ganga inn í Evr- ópusambandið gefum við frá okkur fullt forræði í mikilvægum málaflokk- um eins og stjórn fiskveiðiauðlindar- innar. Það er niðurstaðan, sama hvaða skoðun menn hafa á kerfinu sem gildir í Brussel. Einnig verða miklar breyting- ar á ýmsum öðrum sviðum, svo sem í matvælaframleiðslu og utanríkismál- um. Með Lissabon-sáttmálanum er líka verið að þróa ESB meira í átt til sam- bandsríkis. Það sem hefur helst kynt undir mál- inu er umræðan um vandann við að halda úti sjálfstæðum, fljótandi gjald- miðli hér. Menn hafa einfaldlega á því ólíkar skoðanir hvort hugsanlegur ávinningur í gjaldmiðilsmálum sé þess virði að menn greiði þann fórnarkostn- að sem sem fylgir inngöngu í ESB, með vísan til þessarar sögu og til þess sem er undir í þessu ferli. Vandinn er og hefur verið sjávarút- vegsstefna Evrópusambandsins. Hún er samin fyrir allt, allt aðrar aðstæður en við erum í. Tilvist sameiginlegu fisk- veiðistefnunnar byggir á því að fiski- stofnarnir séu sameiginlegir en okkar stofnar eru fyrst og fremst staðbundn- ir. Það eru engin rök fyrir því að við ættum að ganga til liðs við stefnu sem er smíðuð fyrir allt annan veruleika en við búum við.“ En þrátt fyrir þessa galla svara fjöl- margir sjálfstæðismenn játandi spurn- ingunni um að aðild að Evrópusam- bandinu. „Ákveðinn hluti flokksmanna hefur áhuga á því að láta reyna á samningana, en þegar öllu er á botninn hvolft tel ég að langflestir sjálfstæðismenn séu sam- mála um þá hagsmunagæslu sem verður að eiga sér stað í samskiptum við ESB. Ég hef ekki trú á að það séu miklar líkur á því að við fáum ásættanlegan samning í aðildarviðræðum og þess vegna hygg ég að þessi ágreiningur verði ekki mik- ill þegar á reynir.“ Bjarni segist búast við að þverpólitískar Já- og Nei-hreyf- ingar verði ráðandi í Evrópuumræð- unni í stað stjórnmálaflokkanna. „Það hefur gerst annars staðar og við erum farin að sjá merki um það; Sammala.is, Heimssýn og Evrópusamtökin eru allt þverpólitískar hreyfingar.“ „Aðstaða okkar Íslendinga er allt önnur en aðstaða þeirra þjóða sem hafa verið að sækja um aðild að Evr- ópusambandinu undanfarin ár og ganga þar inn. Við erum fullir þátttakendur á innri markaðnum, komnir inn í Scheng- en, og í samstarfi við Evrópusambandið í fjölmörgum verkefnum. Það er ekkert hægt að líkja því saman að standa utan Evrópusambandsins við það að vera fullur þátttakandi á Evrópska efna- hagssvæðinu. Það er auðvitað gjörólík staða. Ég virði sjónarmið margra þeirra ESB-ríkin vilja stúta EES Ég er Evrópusinni, en ESB vill einsleitni og hvorki undanþágur né frávik, segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, í viðtali við Pétur Gunnarsson, þar sem rætt var um afstöðu sjálfstæðismanna til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. BJARNI BENEDIKTSSON „Mér finnst ótrúlegt að formlegar viðræður við ESB hefjist fyrr en á fyrri hluta næsta árs. Ég geri alls ekki ráð fyrir niðurstöðu úr viðræðunum á næsta ári.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nokkrir af þekktustu fylgjendum og andstæðingum ESB-aðildar innan Sjálfstæðis- flokksins SJÁLFSTÆÐISMENN MEÐ EÐA Á MÓTI ESB-AÐILD Andvígir Birgir Ármannsson Björn Bjarnason Sturla Böðvarsson Hannes Hólmsteinn Gissurarson Davíð Oddsson Styrmir Gunnarsson Fylgjandi Ragnheiður Ríkharðsdóttir Benedikt Jóhannesson Guðfinna Bjarnadóttir Þorsteinn Pálsson Ragnhildur Helgadóttir Ólafur Þ. Stephensen sem vilja fara inn og benda á veikleik- ana í peningamálastjórnun á Íslandi. Ég skil það vel, gengissveiflurnar hafa valdið heimilum og fyrirtækjum miklum búsifjum, en verkefnið eins og stendur er að koma jafnvægi á að nýju með krónunni. Ákvarðanir sem horfa til lengri framtíðar verða síðan að taka heildarhagsmuni okkar með í reikninginn.“ ESB er enginn andstæðingur Íslendinga „Það er fráleitt fyrir Íslendinga að tala þannig um Evrópusambandið að það sé einhver andstæðingur okkar, það er það ekki, það hefur verið einn helsti sam- starfsaðili okkar, þó að framkoman hafi verið óásættanleg í Icesave-málinu. Ég er Evrópusinni og við erum hluti af þessari Evrópufjölskyldu. En niður- staða okkar er sú að við þurfum að færa of miklar fórnir til þess að ganga í nán- ara samstarf við Evrópusambandið og við sjáum ekki ávinninginn af því. Það eru engin trúarbrögð, þetta hefur alltaf verið hreint hagsmunamat. Þess vegna höfum við reglulega endurmetið stöðuna en komist að sömu niðurstöðu. Ég á ekki von á stefnubreytingu frá Sjálfstæðis- flokknum í Evrópusambandsmálum en örlög mögulegs aðildarsamnings tel ég að ráðist líklega annars vegar af því hvernig hann uppfyllir þær gríðarlegu væntingar sem byggðar hafa verið upp til hans og hins vegar af efnahagsástand- inu á þeim tíma. Þjóðin mun ekki greiða atkvæði gegn hagsmunum sínum.“ Óskiljanleg þrjóska Bjarni segir að ólíkt öðrum þjóðum sem hafi farið í aðildarviðræður með það að markmiði að fá fresti til aðlögunar að reglum ESB geri margir Íslendingar sér miklar vonir um að aðildarsamning- ur feli í sér ávinning fyrir Íslendinga og varanlegar undanþágur frá ósveigj- anlegum meginreglum sambands- ins. Þetta séu óraunhæfar væntingar. Hann er jafnframt mjög gagnrýninn á það hvernig ESB hefur haldið á málum gagnvart aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. „Mér finnst það óskiljanleg þrjóska og þvergirðingsháttur af hálfu ESB að opna ekki fyrir viðræður við EES-ríkin um möguleikann á að ganga inn í mynt- bandalagið. Mér finnst viðhorf ESB til samstarfsins um EES eins og það birt- ist í þessu máli jafngilda árás á samn- inginn um EES. Það sama má segja um viðhorf þess vegna Icesave. Mér finnst þetta bera með sér að Evrópusambands- ríkin vilji helst af öllu stúta samningn- um um Evrópska efnahagssvæðið. Þau vilja einsleitni, þau vilja engar undan- þágur og frávik. Þetta er bara pólitík. Sameiginlega myntin er til að styðja við frjálst flæði fjármagns og banka- starfsemi.“ Ekki látið reyna á aðild að myntsamstarfi Bjarni samsinnir því að vissulega hafi það lengi legið fyrir að EES-samning- urinn hafi ekki fengið að þróast í takt við breytingar innan ESB. Samt segist hann telja að aldrei hafi verið látið reyna á spurninguna um aðild EES-ríkjanna að myntsamstarfi og myntbandalagi ESB-ríkja. „Ég veit ekki til þess að því hafi nokkurn tímann verið hreyft við áhrifavalda innan ESB á pólitískum vettvangi. Ég hef heyrt svör embættismannanna en svona mál verða ekki leyst í samtölum við slíka aðila. Þau þróast á hinum pólitíska vett- vangi þar sem menn vinna sjónarmið- um sínum stuðning.“ En ef það verður látið á þetta reyna með fullnægjandi hætti, að þínu mati, og ESB breytir ekki afstöðu sinni, hvaða áhrif hefur það á þitt hagsmunamat? „Það er ekki tímabært að úttala sig um það en við hljótum sem þjóð að vilja hámarka möguleika okkar og valkosti hverju sinni.“ Bjarni segir að nú eftir efnahags- hrunið sé krónan bjargvættur íslensks efnahagslífs, þótt hann geri sér grein fyrir því að hrun krónunnar eigi sér ljóta skuggahlið. Vegna krónunnar hafi orðið algjör viðsnúningur í vöruskipta- jöfnuði. Vegna krónunnar sé atvinnu- stigið ekki verra en raun ber vitni og efnahagssamdrátturinn geti orðið við- ráðanlegur. Í framtíðinni þurfum við að skoða samstarfsmöguleika í gjaldmið- ilsmálum en fyrst verði að ná tökum á ríkisfjármálum og þeim gríðarlegu erlendu skuldaböggum, sem íslenska ríkið hafi bundið sér. „Við eigum enga valkosti í gjaldmiðilsmálum ef okkur mistekst í hagstjórninni. Það er aug- ljóst. Þjóð sem er með halla á ríkis- rekstrinum og of miklar erlendar skuld- ir kemst ekki út úr þeirri kreppu með því að skipta um mynt. Það þarf að halda þannig á okkar hagsmunum að við getum skapað okkur stöðu til þess að eiga valkosti.“ Það er frá- leitt fyrir Íslendinga að tala þannig um Evrópu- sambandið að það sé einhver andstæð- ingur okk- ar, það er það ekki, það er einn helsti sam- starfsaðili okkar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.