Fréttablaðið - 21.11.2009, Qupperneq 40
40 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR
Í
Hjaltalín sýnist manni að
Högni Egilsson, söngvari
og gítarleikari, sé aðal-
gaurinn, semji og komi
fram sem tals maður
sveitar innar. Á bak við
hann er fjöldi hámenntaðra
músíkanta, meðal annars Sig-
ríður Thorlacius söngkona, sem
hefur verið að gera það gott ein
og sér með plötunni Á Ljúflings-
hól þar sem hún syngur lög Jóns
og Jónasar Árnasona, og Rebekka
Bryndís Björnsdóttir, sem setur
sterkan svip á heildarhljóm
bandsins með fagottleik. Fagott
hefur varla heyrst í íslensku
rokki síðan á fyrstu plötum
Þursanna. Nú freista ég þess að
kryfja fyrirbærið Hjaltalín með
stelpunum tveimur.
„Þetta er nokkuð rétt lýsing hjá
þér,“ segir Sigga. „Á fyrstu plöt-
unni samdi Högni allt og helming-
urinn af lögunum á þeirri plötu
kom tilbúinn, lögin útskrifuð og
klár. Eftir það fórum við að túra
og höfum hrist saman sem hljóm-
sveit.“
„Við vorum búin að spila lögin til
núna, áður en við tókum þau upp.
Það er náttúrulega mikill munur,“
segir Rebekka.
„Viktor fiðluleikari er líka farinn
að semja einhver lög og útsetja og
við erum öll farin að gutla í texta-
gerðinni. Það voru líka allir saman
í stúdíóinu, ekki bara einn í einu,
eins og á fyrri plötunni, þegar það
vantaði eitthvað,“ segir Sigga.
Gott að við séum þó tvær
Hjaltalín hefur sem sé þjappast
saman sem hljómsveit. Oft koma
miklu fleiri við sögu á tónleikum,
en föstu meðlimirnir eru sjö (þeir
voru níu í byrjun). Stelpurnar segja
að þó að Högni hafi tekið að sér að
stýra bandinu í byrjun sé ágætis
lýðræði.
Rebekka: „Það eru haldnir krísu-
fundir ef þarf og við erum í enda-
lausu spjalli á netinu. Ekki má svo
gleyma umboðsmanninum (Stein-
þóri Helga Arnsteinssyni), sem
passar upp á þetta.“
Hvernig er svo að vera tvær
stelpur innan um alla þessa stráka
og táfýlusokka?
Sigga: „Það er ótrúlega gott að
við séum þó tvær. Maður hefur
oft hugsað um það á öllum þessum
ferðalögum að það hefði verið erfitt
að vera eina stelpan.“
Rebekka: „Það var ein ferð sem
Sigga komst ekki í og það var alveg
rosalegt. Ég veit ekki hvernig á að
lýsa því – það var alveg gaman, sko
– en maður var tekinn miklu meira
fyrir. Maður hafði ekkert bakköpp.
Maður gat ekki verið í friði með
Siggu inni á herbergi.“
Sigga: „Ég held líka að það sé
gott fyrir þá að við séum tvær.“
Sleppiði við að róta?
Sigga: „Nei, nei, við hjálpum oft-
ast til, en okkur er hlíft ómeðvitað
við stóra dótinu. Á móti tökum við
oft að okkur að vakna og vekja hina.
Við erum búin að spila mjög mikið
á þessu ári. Alveg búin að vera
fimm mánuði af árinu á ferðalög-
um. Höfum spilað um 100 tónleika,
aðallega í Evrópu, þar með talið tvo
túra um Bretland. En maður veit
ekkert hvað það þýðir í hinu stóra
samhengi. Okkur finnst þetta alla-
vega ganga vel.“
Hvernig eyðið þið tímanum á
túrum?
Rebekka: „Við höfum einstaka
sinnum brotið þetta upp og farið á
skíði eða skoðað kastala ef það er
í boði.“
Sigga: „Já, það er alltaf smá túr-
ismi og svo er bara gott að setj-
ast einhvers staðar og fá sér kaffi.
Við keyrum oftast sjálf og erum
oft sein. Þá er enginn tími til að
drepa.“
Kraftaverk í úðabrúsa
Áfram spjöllum við um líf tónlistar-
mannsins sem lafir á horriminni í
viðleitni sinni til að láta drauminn
rætast. Er þetta líferni sem með-
limir bandsins eru tilbúnir að eyða
næstu tíu árum í? Það koma vöflur
á Hjaltalínstelpurnar.
Sigga: „Úúú … allavega eins og
staðan er í dag eru allir til í að
prófa þetta áfram og sjá til. Ann-
ars hefur ekki verið mörkuð nein
langtímastefna. Fólk hefur ekki
skrifað undir neinn samning.
Þetta er alveg pínkulítið erfitt.
Við getum ekki verið í fastri vinnu
hérna heima og það koma stundir
þegar enginn á pening fyrir kaffi-
bolla. Fólk misskilur þetta eitthvað
ef það heldur að það sé ægilega
glamúrus að vera alltaf á ferð og
flugi.“
Rebekka: „Talandi um glamúr þá
er ekki alltaf rými til að fara á hótel
eða komast í sturtu. Það er oft bara
sofið í bílnum. Við höfum komist að
því að Johnsons og Johnsons barna-
púður í hárið gerir kraftaverk. Það
þurrkar upp olíuna í hárinu og það
sér enginn að það er skítugt.“
Sigga: „Við uppfærðum okkur
seinna úr barnapúðrinu þegar við
komumst að því að í Bretlandi fæst
svokallað dry shampoo í úðabrúsa.
Það er algjör snilld, sturta í brúsa.
Við keyptum nokkra brúsa á mann
og glöddumst mjög mikið. Eftir að
strákarnir föttuðu þetta hafa þeir
ekki hætt að sníkja. Þeir hafa nátt-
úrulega ekki rænu á að kaupa sér
brúsa sjálfir. Við reynum að fela
brúsana fyrir þeim eins og við
getum. Þeir eru ágætir með skí-
tugt hár.“
Finnst ykkur kreppan hafa gert
ykkur það auðveldara að standa í
þessu harki?
Sigga: „Jú, kreppan lækkar
standardinn hjá öllum. Það eru
einhvern veginn allir í einhverju
harki.“
Rebekka: „Manni finnst maður
ekki alveg jafn mikill – ég veit
ekki … aumingi? – í samanburði við
vina sína sem voru kannski bæði í
skóla og að vinna.“
Sigga: „Að vera að harka í hljóm-
sveit hefur einhvern veginn hækk-
að aðeins á glæsiskalanum. Það
er dýrt fyrir okkur að vera alltaf
að fara út, en á móti kemur að við
fáum borgað í erlendum gjaldeyri
svo þetta núllast út. Túrarnir
standa yfirleitt undir sér.“
Hreindýrasteik og rjómaterta
En að nýju plötunni, Terminal.
Hvað erum við að tala um?
Siggi: „Hún er rosa stór. Ekk-
ert Less is more, frekar More is
more. Hún skiptist til helminga.
Annar helmingurinn er bandið
í hljóðveri að hlaða ofan á lögin,
bara hefðbundið, band að taka upp
í hljóðveri, en hinn helmingurinn
er hljómsveitarupptökur þar sem
um fjörutíu manns eru að spila inn
í einu læf.“
Rebekka: „Þessi plata er allt
öðruvísi en hin. Allavega finnst
okkur það.“
Sigga: „Við pældum miklu meira
í textunum á þessari plötu. Þeir
skipta miklu meira máli fyrir lagið
en áður.“
Rebekka: „Við föttuðum það eftir
á að það eru engir textar á íslensku.
Það er í alvöru miklu erfiðara að
semja texta á íslensku. Ekki það að
við séum eitthvað löt. Þetta varð
bara svona.“
Eigum við að snúa okkur að
eldamennskunni til að finna sam-
líkingu?
Sigga: „Hmmm … Ef fyrri plat-
an var pylsa með öllu, þá er þessi
hreindýrasteik með baunum og
rauðkáli og rándýrri sósu. Og rauð-
vínsglas með.“
Rebekka: „Eða: Sleepdrunk Sea-
sons var súkkulaðihrískaka sem er
geðveikt góð en Terminal er rosa-
leg rjómaterta, mettandi og góð. En
maður vill samt alltaf meira.“
Barnapúður í hárið
gerir kraftaverk
Hljómsveitin Hjaltalín snýr aftur eftir helgi með plötuna Terminal.
Stelpurnar í hljómsveitinni, þær Sigríður Thorlacius og Rebekka Bryndís
Björnsdóttir, sögðu Dr. Gunna að ef fyrri platan væri pylsa með öllu væri sú
nýja hreindýrasteik með öllu.
TERMINAL KYNNT UM LANDIÐ
Önnur plata Hjaltalín, Terminal, kemur í versl-
anir á mánudaginn. Hljómsveitin eyddi stórum
hluta ársins í Hljóðrita í Hafnarfirði við vinnslu
plötunnar ásamt Sigga og Kidda úr Hjálmum,
milli þess sem sveitin þeyttist um alla Evrópu á
tónleikaferðalögum. Á öllum þessum þeytingi
gaf sveitin sér tíma til að semja og þróa með sér lögin,
meðal annars á nærfötunum á hótelherbergjum, níu tíma ökuferð-
um milli tónleikastaða, í fjallakofa í Noregi og sumarhúsi á Ítalíu. Platan
inniheldur ellefu lög og hafa tvö þeirra, „Suitcase Man“ og „Stay By You“,
fengið talsverða útvarpsspilun. Útgáfutónleikarnir fara fram í Loftkastalanum
á miðvikudaginn næstkomandi, 25. nóvember. Um upphitun sér Daníel
Bjarnason, sem stjórnar að auki stóru kammersveitinni sem leikur með
bandinu í sumum lögum. Hljómsveitin er á tónleikatúr um Ísland um þessar
mundir með Snorra Helgasyni og Sigríði og Heiðurspiltunum. Eftirtaldir
tónleikar eru eftir:
21. nóv: Egilsstaðir – Sláturhúsið (Forsala: Menningarsetrið Egilsstöðum)
22. nóv: Höfn – Pakkhúsið (Forsala: Menningarmiðstöð Hornafjarðar)
24. nóv: Keflavík – Frumleikhúsið (Forsala: Tónlistarskóli Reykjanesbæjar)
25. nóv: Reykjavík – Loftkastalinn (Forsala: Loftkastalinn og Miði.is)
26. nóv: Sauðárkrókur – Mælifell (Forsala: Ólafshús)
27. nóv: Dalvík – Menningarhúsið Berg (Forsala: Kaffihús Menningarhússins)
28. nóv: Akureyri – Græni hatturinn (Forsala: Eymundsson)
29. nóv: Borgarnes – Landnámssetrið (Forsala: Landnámssetrið)
Kreppan lækkar standardinn hjá öllum. Það eru einhvern
veginn allir í einhverju harki. Að vera að harka í hljómsveit
hefur einhvern veginn hækkað aðeins á glæsiskalanum.
- Sigríður Thorlacius
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
FÓLK HEFUR EKKI SKRIFAÐ UNDIR
NEINN SAMNING Rebekka, Sigga og
strákarnir í Hjaltalín: Hjörtur, Högni,
Viktor, Guðmundur Óskar og Axel.